Ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun