Skólahald í norðanverðum Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2020 12:30 Í norðanverðum Grafarvogi er verið að gera miklar breytingar á skólahaldi. Þessar breytingar voru keyrðar í gegn síðasta haust þvert á vilja íbúa. Breytingar sem miða að því að spara í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er að loka grunnskóla og sameina þrjá aðra. Heilt hverfi verður því af þeirri þjónustu sem það hafði og ekkert annað úrræði kemur í staðin innan hverfis. Allt átti þetta að vera gert í miklu og góðu samráði og að auka gæði náms, gera skólana betri og sterkari, auka átti umferðaröryggi gangandi og hjólandi og bæta þjónustu Strætó ásamt því að nýsköpunarskóli fyrir unglingastig á að taka til starfa. Fá loforð hafa verið efnd Foreldrar hafa engar upplýsingar fengið varðandi nýsköpunarskóla, ekki hefur verið boðað til upplýsingafundar frá því að þessi ákvörðun var tekin í október 2019, þrátt fyrir að foreldrar hafi ítrekað verið að kalla eftir því. Engin póstur hefur borist foreldrum varðandi skólahald komandi vetrar, hvenær er skólasetning nýsköpunarskólans ? Foreldrar geta ekki leitað upplýsinga á netinu því heimasíða skólans er í vinnslu og þar inni er því ekkert efni. Foreldrar sem eiga börn á leið í nýsköpunarskóla vita því ekki hvenær skólastarfið hefst eða neitt um það hvernig því verður háttað. Foreldrar barna sem sækja hina tvo nýju skóla eru í svipuðu svartholi, heimasíðurskólanna eru ekki tilbúnar og því ekki auðvelt að afla sér upplýsinga um komandi vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þjónustu Strætó fyrir skólabyrjun og engar úrbætur hafa verið gerðar til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. þrátt fyrir loforð um það. Fjöldi barna er að byrja í skóla í næstu viku og vitað er að þau þurfa að þvera hættulegar götur án þess að gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur. Þetta er ekki boðlegt og gera þarf ráðstafanir strax sem auka öryggi þessara barna og láta foreldra vita af þeim. Allt traust farið Þegar jafn illa er staðið að sparnaðaraðgerðum er bitna á börnum þá er allt traust foreldra farið áður en skólastarfið hefst sem er grátlegt. Sjálfstæðismenn lögðu til vegna COVID að fresta þessum aðgerðum. Því það er öllum ljóst hversu mikilvægt það er að hefja skólahaldið í sátt þegar gerðar eru stórar og óvinsælar breytingar. Hefja skildi breytt skólahald þegar búið er að undirbúa skólastarfið nægilega vel. Auðvita eru foreldrar ekki sáttir þegar hlutunum er hagað svona og ekki staðið við gefin loforð, hjartað í hverju hverfi er skólinn, líka í Grafarvogi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í norðanverðum Grafarvogi er verið að gera miklar breytingar á skólahaldi. Þessar breytingar voru keyrðar í gegn síðasta haust þvert á vilja íbúa. Breytingar sem miða að því að spara í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er að loka grunnskóla og sameina þrjá aðra. Heilt hverfi verður því af þeirri þjónustu sem það hafði og ekkert annað úrræði kemur í staðin innan hverfis. Allt átti þetta að vera gert í miklu og góðu samráði og að auka gæði náms, gera skólana betri og sterkari, auka átti umferðaröryggi gangandi og hjólandi og bæta þjónustu Strætó ásamt því að nýsköpunarskóli fyrir unglingastig á að taka til starfa. Fá loforð hafa verið efnd Foreldrar hafa engar upplýsingar fengið varðandi nýsköpunarskóla, ekki hefur verið boðað til upplýsingafundar frá því að þessi ákvörðun var tekin í október 2019, þrátt fyrir að foreldrar hafi ítrekað verið að kalla eftir því. Engin póstur hefur borist foreldrum varðandi skólahald komandi vetrar, hvenær er skólasetning nýsköpunarskólans ? Foreldrar geta ekki leitað upplýsinga á netinu því heimasíða skólans er í vinnslu og þar inni er því ekkert efni. Foreldrar sem eiga börn á leið í nýsköpunarskóla vita því ekki hvenær skólastarfið hefst eða neitt um það hvernig því verður háttað. Foreldrar barna sem sækja hina tvo nýju skóla eru í svipuðu svartholi, heimasíðurskólanna eru ekki tilbúnar og því ekki auðvelt að afla sér upplýsinga um komandi vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þjónustu Strætó fyrir skólabyrjun og engar úrbætur hafa verið gerðar til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. þrátt fyrir loforð um það. Fjöldi barna er að byrja í skóla í næstu viku og vitað er að þau þurfa að þvera hættulegar götur án þess að gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur. Þetta er ekki boðlegt og gera þarf ráðstafanir strax sem auka öryggi þessara barna og láta foreldra vita af þeim. Allt traust farið Þegar jafn illa er staðið að sparnaðaraðgerðum er bitna á börnum þá er allt traust foreldra farið áður en skólastarfið hefst sem er grátlegt. Sjálfstæðismenn lögðu til vegna COVID að fresta þessum aðgerðum. Því það er öllum ljóst hversu mikilvægt það er að hefja skólahaldið í sátt þegar gerðar eru stórar og óvinsælar breytingar. Hefja skildi breytt skólahald þegar búið er að undirbúa skólastarfið nægilega vel. Auðvita eru foreldrar ekki sáttir þegar hlutunum er hagað svona og ekki staðið við gefin loforð, hjartað í hverju hverfi er skólinn, líka í Grafarvogi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun