49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. febrúar 2020 11:16 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18