Í beinni í dag: Toppslagur í Olís deild kvenna | Kemur Immobile Lazio í toppsætið? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 06:00 Það verður hart barist að Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Daníel Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra laugardaga. Alls verða níu beinar útsendingar en við sýnum beint frá golfi, handbolta sem og fótbolta í dag. Við tökum daginn snemma með Evrópumótaröðinni í golfi en hún hefst nú eftir tvo tíma eða klukkan 08:00. PGA mótaröðin er svo á dagskrá seinni part dags. Í hádeginu verður ferðinni heitið til Hull í Englandi þar sem Leeds United heimsækir Hull City í ensku B-deildinni. Leeds hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið mikilvæga 1-0 sigra í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Töframaðurinn Marcus Maddison gekk hins vegar í raðir Hull í janúar og eru Tígrisdýrin til alls líkleg í leiknum. Síðar um daginn sýnum við svo leik Fulham og Preston North End í sömu deild. Hið fornfræga félag Leeds er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar, x stigum á eftir West Bromwich Albion sem situr á toppnum en fimm stigum á undan Fulham sem er í 3. sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan næstu fjögur lið fara í umspil. Þá er ítalski boltinn á dagskrá en Ciro Immobile stefnir á að halda markaskorun sinni áfram er Lazio fær Bologna í heimsókn. Takist Lazio að sigra þá fer liðið í toppsæti Serie A, allavega í sólahring en Juventus mætir Inter Milan í stórleik helgarinnar á sunnudag. Líklega verður leikið fyrir luktum dyrum. Eftir kvöldmat mætast svo Napoli og Torino en fyrrnefnda liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Á Spáni er einn leikur hinn síungi Joaquín og liðsfélagar hans í Real Betis heimsækja Valencia. Síðarnefnda liðið er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti en Valencia er sem stendur í 8. sæti með 38 stig, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni og fimm stigum frá 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Betis siglir lygnan sjó í 13. sæti. Þá geta Valsarar tekið gleði sína en við sýnum annars vegar leik Vals og ÍBV í Lengjubikar karla sem og við sýnum stórleik Olís deildar kvenna þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Nokkuð ljóst að síðari leikurinn er töluvert stærri en þar mætast tvö sterkustu lið Olís deildarinnar. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar.Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 12:25 Hull City - Leeds United (Stöð 2 Sport) 13:50 Valur - ÍBV, Lengjubikarinn (Stöð 2 Sport 2) 13:50 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 4) 14:50 Valencia - Real Betis (Stöð 2 Sport 3) 14:55 Fulham - Preston North End (Stöð 2 Sport) 16:50 Valur - Fram, Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2) 18:30 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 19:35 Napoli - Torino (Stöð 2 Sport) Fótbolti Golf Íslenski boltinn Ítalski boltinn Olís-deild kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra laugardaga. Alls verða níu beinar útsendingar en við sýnum beint frá golfi, handbolta sem og fótbolta í dag. Við tökum daginn snemma með Evrópumótaröðinni í golfi en hún hefst nú eftir tvo tíma eða klukkan 08:00. PGA mótaröðin er svo á dagskrá seinni part dags. Í hádeginu verður ferðinni heitið til Hull í Englandi þar sem Leeds United heimsækir Hull City í ensku B-deildinni. Leeds hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið mikilvæga 1-0 sigra í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Töframaðurinn Marcus Maddison gekk hins vegar í raðir Hull í janúar og eru Tígrisdýrin til alls líkleg í leiknum. Síðar um daginn sýnum við svo leik Fulham og Preston North End í sömu deild. Hið fornfræga félag Leeds er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar, x stigum á eftir West Bromwich Albion sem situr á toppnum en fimm stigum á undan Fulham sem er í 3. sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan næstu fjögur lið fara í umspil. Þá er ítalski boltinn á dagskrá en Ciro Immobile stefnir á að halda markaskorun sinni áfram er Lazio fær Bologna í heimsókn. Takist Lazio að sigra þá fer liðið í toppsæti Serie A, allavega í sólahring en Juventus mætir Inter Milan í stórleik helgarinnar á sunnudag. Líklega verður leikið fyrir luktum dyrum. Eftir kvöldmat mætast svo Napoli og Torino en fyrrnefnda liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Á Spáni er einn leikur hinn síungi Joaquín og liðsfélagar hans í Real Betis heimsækja Valencia. Síðarnefnda liðið er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti en Valencia er sem stendur í 8. sæti með 38 stig, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni og fimm stigum frá 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Betis siglir lygnan sjó í 13. sæti. Þá geta Valsarar tekið gleði sína en við sýnum annars vegar leik Vals og ÍBV í Lengjubikar karla sem og við sýnum stórleik Olís deildar kvenna þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Nokkuð ljóst að síðari leikurinn er töluvert stærri en þar mætast tvö sterkustu lið Olís deildarinnar. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar.Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 12:25 Hull City - Leeds United (Stöð 2 Sport) 13:50 Valur - ÍBV, Lengjubikarinn (Stöð 2 Sport 2) 13:50 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 4) 14:50 Valencia - Real Betis (Stöð 2 Sport 3) 14:55 Fulham - Preston North End (Stöð 2 Sport) 16:50 Valur - Fram, Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2) 18:30 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 19:35 Napoli - Torino (Stöð 2 Sport)
Fótbolti Golf Íslenski boltinn Ítalski boltinn Olís-deild kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15