Ólöf Helga: Er ekki reið en svolítið sár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2020 13:00 Ólöf Helga í leik með Haukum. vísir/daníel þór Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Liðið er í fimmta sæti Dominos-deildar kvenna en þó aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. „Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið í gær og ákvörðun tekin í kjölfarið. Ég átti alls ekki von á þessu. Þeir hringdu í mig og ráku mig. Boðuðu engan fund,“ sagði Ólöf Helga í morgun. „Ástæðan sem þeir gáfu mér er að þeir séu ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera breytingar. Við erum einum sigri frá þriðja sætinu og nóg eftir. Ég hafði fulla trú á liðinu og mér.“ Þjálfarinn segir að tímabilið hafi verið erfitt og einnig lærdómsríkt. „Ég verð líka að líta í eigin barm því ég veit að ég gerði fullt af mistökum. Það hefur gengið mikið á. Meiðsli og svo Kanavesen. Ég er ekkert reið yfir þessari ákvörðun en svolítið sár. Ég hefði viljað vita af þessari óánægju fyrr og fá að ræða það við stjórnina. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér því ég hafði trú á því að liðið myndi toppa á réttum tíma.“ Ólöf Helga var aðeins ein af tveimur kvenþjálfurum deildarinnar og hún er ekkert af baki dottin. „Ég stefni á að halda áfram í þjálfun. Ég hef lært mikið af þessu tímabili og nýti mér þessa reynslu til þess að verða betri þjálfari,“ segir þjálfarinn sem vonar að Haukaliðið standi sig vel það sem eftir er. „Mér þykir vænt um þessar stelpur og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég mun mæta eitthvað í stúkuna og hvetja þær áfram.“ Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar, mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara. Dominos-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Liðið er í fimmta sæti Dominos-deildar kvenna en þó aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. „Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið í gær og ákvörðun tekin í kjölfarið. Ég átti alls ekki von á þessu. Þeir hringdu í mig og ráku mig. Boðuðu engan fund,“ sagði Ólöf Helga í morgun. „Ástæðan sem þeir gáfu mér er að þeir séu ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera breytingar. Við erum einum sigri frá þriðja sætinu og nóg eftir. Ég hafði fulla trú á liðinu og mér.“ Þjálfarinn segir að tímabilið hafi verið erfitt og einnig lærdómsríkt. „Ég verð líka að líta í eigin barm því ég veit að ég gerði fullt af mistökum. Það hefur gengið mikið á. Meiðsli og svo Kanavesen. Ég er ekkert reið yfir þessari ákvörðun en svolítið sár. Ég hefði viljað vita af þessari óánægju fyrr og fá að ræða það við stjórnina. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér því ég hafði trú á því að liðið myndi toppa á réttum tíma.“ Ólöf Helga var aðeins ein af tveimur kvenþjálfurum deildarinnar og hún er ekkert af baki dottin. „Ég stefni á að halda áfram í þjálfun. Ég hef lært mikið af þessu tímabili og nýti mér þessa reynslu til þess að verða betri þjálfari,“ segir þjálfarinn sem vonar að Haukaliðið standi sig vel það sem eftir er. „Mér þykir vænt um þessar stelpur og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég mun mæta eitthvað í stúkuna og hvetja þær áfram.“ Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar, mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira