Ólöf Helga: Er ekki reið en svolítið sár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2020 13:00 Ólöf Helga í leik með Haukum. vísir/daníel þór Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Liðið er í fimmta sæti Dominos-deildar kvenna en þó aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. „Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið í gær og ákvörðun tekin í kjölfarið. Ég átti alls ekki von á þessu. Þeir hringdu í mig og ráku mig. Boðuðu engan fund,“ sagði Ólöf Helga í morgun. „Ástæðan sem þeir gáfu mér er að þeir séu ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera breytingar. Við erum einum sigri frá þriðja sætinu og nóg eftir. Ég hafði fulla trú á liðinu og mér.“ Þjálfarinn segir að tímabilið hafi verið erfitt og einnig lærdómsríkt. „Ég verð líka að líta í eigin barm því ég veit að ég gerði fullt af mistökum. Það hefur gengið mikið á. Meiðsli og svo Kanavesen. Ég er ekkert reið yfir þessari ákvörðun en svolítið sár. Ég hefði viljað vita af þessari óánægju fyrr og fá að ræða það við stjórnina. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér því ég hafði trú á því að liðið myndi toppa á réttum tíma.“ Ólöf Helga var aðeins ein af tveimur kvenþjálfurum deildarinnar og hún er ekkert af baki dottin. „Ég stefni á að halda áfram í þjálfun. Ég hef lært mikið af þessu tímabili og nýti mér þessa reynslu til þess að verða betri þjálfari,“ segir þjálfarinn sem vonar að Haukaliðið standi sig vel það sem eftir er. „Mér þykir vænt um þessar stelpur og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég mun mæta eitthvað í stúkuna og hvetja þær áfram.“ Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar, mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara. Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Liðið er í fimmta sæti Dominos-deildar kvenna en þó aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. „Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið í gær og ákvörðun tekin í kjölfarið. Ég átti alls ekki von á þessu. Þeir hringdu í mig og ráku mig. Boðuðu engan fund,“ sagði Ólöf Helga í morgun. „Ástæðan sem þeir gáfu mér er að þeir séu ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera breytingar. Við erum einum sigri frá þriðja sætinu og nóg eftir. Ég hafði fulla trú á liðinu og mér.“ Þjálfarinn segir að tímabilið hafi verið erfitt og einnig lærdómsríkt. „Ég verð líka að líta í eigin barm því ég veit að ég gerði fullt af mistökum. Það hefur gengið mikið á. Meiðsli og svo Kanavesen. Ég er ekkert reið yfir þessari ákvörðun en svolítið sár. Ég hefði viljað vita af þessari óánægju fyrr og fá að ræða það við stjórnina. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér því ég hafði trú á því að liðið myndi toppa á réttum tíma.“ Ólöf Helga var aðeins ein af tveimur kvenþjálfurum deildarinnar og hún er ekkert af baki dottin. „Ég stefni á að halda áfram í þjálfun. Ég hef lært mikið af þessu tímabili og nýti mér þessa reynslu til þess að verða betri þjálfari,“ segir þjálfarinn sem vonar að Haukaliðið standi sig vel það sem eftir er. „Mér þykir vænt um þessar stelpur og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég mun mæta eitthvað í stúkuna og hvetja þær áfram.“ Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar, mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum