Fólki með heilaskaða og utanveltu í kerfinu gefin von Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:00 Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi getur tafið endurhæfingu og kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi en það hefur verið þekkt árum saman í útlöndum. En nú hefur íslenskur sérfræðingur í Kanada, Karl Fannar Gunnarsson yfirmaður atferlistengdrar taugaendurhæfingar við West Park Healthcare Centre í Toronto, tekið að sér að stýra endurhæfingu þessa hóps. „Hún felst í því að hjálpa einstaklingnum að komast aftur út í lífið eftir heilaskaða. Þá sér í lagi þá einstaklinga sem sýna af sér hegðunarvanda sem er að valda þeim vandræðum og stoppa þá í að fá meðferð annars staðar og í það að geta lifað út í samfélaginu,” segir Karl Fannar. Á kynningarfundinum í dag var því lýst hvernig fólk sem orðið hefur fyrir framheilaskaða dettur niður um glufur kerfisins og því endi það oft á aðstandendum að glíma við vandann og oft lendi þetta fólk á götunni þar sem það sé berskjaldað. Þá sé því stundum gefin geðlyf sem jafnvel auki á vandann. „Nýgengni hér á Íslandi er þannig að það er á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð manns árlega sem verða fyrir heilaáverkum. Af þeim eru sirka tvö hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu sem fá langvarandi fatlanir. Og á milli tíu til tuttugu manns verða fyrir því að sýna af sér hættulega hegðun eða hegðunarvanda sem þá kemur þeim í mikil vandræði félagslega og innan kerfisins,” segir Karl Fannar Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi getur tafið endurhæfingu og kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi en það hefur verið þekkt árum saman í útlöndum. En nú hefur íslenskur sérfræðingur í Kanada, Karl Fannar Gunnarsson yfirmaður atferlistengdrar taugaendurhæfingar við West Park Healthcare Centre í Toronto, tekið að sér að stýra endurhæfingu þessa hóps. „Hún felst í því að hjálpa einstaklingnum að komast aftur út í lífið eftir heilaskaða. Þá sér í lagi þá einstaklinga sem sýna af sér hegðunarvanda sem er að valda þeim vandræðum og stoppa þá í að fá meðferð annars staðar og í það að geta lifað út í samfélaginu,” segir Karl Fannar. Á kynningarfundinum í dag var því lýst hvernig fólk sem orðið hefur fyrir framheilaskaða dettur niður um glufur kerfisins og því endi það oft á aðstandendum að glíma við vandann og oft lendi þetta fólk á götunni þar sem það sé berskjaldað. Þá sé því stundum gefin geðlyf sem jafnvel auki á vandann. „Nýgengni hér á Íslandi er þannig að það er á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð manns árlega sem verða fyrir heilaáverkum. Af þeim eru sirka tvö hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu sem fá langvarandi fatlanir. Og á milli tíu til tuttugu manns verða fyrir því að sýna af sér hættulega hegðun eða hegðunarvanda sem þá kemur þeim í mikil vandræði félagslega og innan kerfisins,” segir Karl Fannar Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira