28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 10:00 Leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars verður fyrsti leikurinn þar sem Mirel Radoi stýrir A-landsliðinu. Getty/Srdjan Stevanovic Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. Þjálfari rúmenska landsliðsins heitir Mirel Radoi og hann stýrir landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi. Mirel Radoi var þjálfari 21 árs landsliðs Rúmena en tók við A-landsliðinu í lok nóvember á síðasta ári. Mirel Radoi er fæddur árið 1981 og heldur upp á 39 ára afmælið sitt aðeins fjórum dögum fyrir leikinn á móti Íslandi (22. mars). Þetta þýðir að Kári Árnason, elsti leikmaður íslenska landsliðsins, er aðeins einu ári yngri en þjálfari Rúmena. Vonandi gefa leikmenn rúmenska landsliðsins þjálfara sínum ekki afmælisgjöf á Laugardalsvellinum 26. mars en sigurvegari leiksins kemst í hreinan úrslitaleik eitt laust sæti í úrslitakeppni EM 2020. Mirel Radoi skrifaði undir tveggja ára samning sem þjálfari rúmenska A-landsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með 21 árs landsliðið. Undir hans stjórn komst 21 árs landsliðið í undanúrslit á EM sumarið 2019. Radoi stýrir landsliði Rúmena að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2022. Rúmenska knattspyrnusambandið ætlar að veðja á það að Mirel Radoi takist að taka alla efnilegu leikmennina sem voru hjá honum í 21 árs landsliðinu og hjálpa þeim að festa sig í A-landsliðinu. Honum tókst að búa til mjög sterkar liðsheild hjá 21 árs liðinu Mirel Radoi spilaði mest sem miðvörður á sínum ferli sem leikmaður en hann var lengst hjá Steaua Búkarest eða frá 2000 til 2009. Radoi endaði ferilinn sinn í Katar þar sem hann náði að spila með fjórum mismunandi félögum á áru um 2009 til 2015. Síðustu leikina spilaði Mirel Radoi síðan með liði Al-Arabi árið 2015 en það er liðið sem fyrrum landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson þjálfar og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar með. Mirel Radoi átti líka farsælan landsliðsferil og náði að spila 67 landsleiki á árunum 2000 til 2010. Síðasti landsleikur hans var á móti Frökkum fyrir fram 79 þúsund manns á Stade de France 9. október 2010. Þjálfaraferill Mirel Radoi hófst í heimalandinu strax eftir að fótboltaskórnir hans fóru upp á hillu. Hann þjálfaði bæði FCSB og FC Arges áður en hann tók við 21 árs landsliðinu í mars 2018. Undir hans stjórn vann 21 árs landsliðið átta af fjórtán leikjum og tapaði aðeins þremur. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. Þjálfari rúmenska landsliðsins heitir Mirel Radoi og hann stýrir landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi. Mirel Radoi var þjálfari 21 árs landsliðs Rúmena en tók við A-landsliðinu í lok nóvember á síðasta ári. Mirel Radoi er fæddur árið 1981 og heldur upp á 39 ára afmælið sitt aðeins fjórum dögum fyrir leikinn á móti Íslandi (22. mars). Þetta þýðir að Kári Árnason, elsti leikmaður íslenska landsliðsins, er aðeins einu ári yngri en þjálfari Rúmena. Vonandi gefa leikmenn rúmenska landsliðsins þjálfara sínum ekki afmælisgjöf á Laugardalsvellinum 26. mars en sigurvegari leiksins kemst í hreinan úrslitaleik eitt laust sæti í úrslitakeppni EM 2020. Mirel Radoi skrifaði undir tveggja ára samning sem þjálfari rúmenska A-landsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með 21 árs landsliðið. Undir hans stjórn komst 21 árs landsliðið í undanúrslit á EM sumarið 2019. Radoi stýrir landsliði Rúmena að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2022. Rúmenska knattspyrnusambandið ætlar að veðja á það að Mirel Radoi takist að taka alla efnilegu leikmennina sem voru hjá honum í 21 árs landsliðinu og hjálpa þeim að festa sig í A-landsliðinu. Honum tókst að búa til mjög sterkar liðsheild hjá 21 árs liðinu Mirel Radoi spilaði mest sem miðvörður á sínum ferli sem leikmaður en hann var lengst hjá Steaua Búkarest eða frá 2000 til 2009. Radoi endaði ferilinn sinn í Katar þar sem hann náði að spila með fjórum mismunandi félögum á áru um 2009 til 2015. Síðustu leikina spilaði Mirel Radoi síðan með liði Al-Arabi árið 2015 en það er liðið sem fyrrum landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson þjálfar og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar með. Mirel Radoi átti líka farsælan landsliðsferil og náði að spila 67 landsleiki á árunum 2000 til 2010. Síðasti landsleikur hans var á móti Frökkum fyrir fram 79 þúsund manns á Stade de France 9. október 2010. Þjálfaraferill Mirel Radoi hófst í heimalandinu strax eftir að fótboltaskórnir hans fóru upp á hillu. Hann þjálfaði bæði FCSB og FC Arges áður en hann tók við 21 árs landsliðinu í mars 2018. Undir hans stjórn vann 21 árs landsliðið átta af fjórtán leikjum og tapaði aðeins þremur. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira