Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2020 19:15 Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug. Héðinn var staddur í Bab al-Hawa, Tyrklandsmegin við landamærin, í dag þar sem verið var að hlaða hjálpargögnum í vörubíla sem voru á leiðinni til Sýrlands. „Hinum megin við landamærin, í Sýrlandi, er ein milljón manna á flótta sem hafa flúið frá því 1. desember 2019. Þetta er eina líflínan til þessa fólks þar sem það er ekkert aðgengi til þeirra frá Sýrlandi sjálfu. Þetta er tæp milljón manna. 80 prósent þeirra eru konur og börn,“ segir Héðinn. Ástandið sé hræðilegt. Fólksflutningarnir séu nú þeir mestu í níu ára sögu stríðsins. „Eins og stendur er staðan sú að fólk getur hvergi flúið. Sókn stjórnarhersins færist norðar og norðar þannig það rými sem fólk hefur til að vera óhult á verður minna og minna. Helmingur sjúkrastofnanna er starfandi á hálfu bolmagni. Það er skortur á lyfjum og það er skortur almennt á hjálpargögnum.“ Héðinn hefur heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki á þeim svæðum þar sem neyðin er hvað mest að álagið sé afar mikið. „Margir líta svo á að þetta sé lokakaflinn núna í níu ára stríði en þetta er kannski ekki alveg svo einfalt. Stjórnarherinn lítur svo á að þetta sé síðasta fyrirstaðan á þeim vegi að ná öllu landinu undir sína stjórn. Á hinn bóginn ertu svo með ólíka flokka og fylkingar uppreisnamranna sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eins og svo oft þá ert umeð almenna borgara sem eru á milli steins og sleggju.“ Flóttamenn Sýrland Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug. Héðinn var staddur í Bab al-Hawa, Tyrklandsmegin við landamærin, í dag þar sem verið var að hlaða hjálpargögnum í vörubíla sem voru á leiðinni til Sýrlands. „Hinum megin við landamærin, í Sýrlandi, er ein milljón manna á flótta sem hafa flúið frá því 1. desember 2019. Þetta er eina líflínan til þessa fólks þar sem það er ekkert aðgengi til þeirra frá Sýrlandi sjálfu. Þetta er tæp milljón manna. 80 prósent þeirra eru konur og börn,“ segir Héðinn. Ástandið sé hræðilegt. Fólksflutningarnir séu nú þeir mestu í níu ára sögu stríðsins. „Eins og stendur er staðan sú að fólk getur hvergi flúið. Sókn stjórnarhersins færist norðar og norðar þannig það rými sem fólk hefur til að vera óhult á verður minna og minna. Helmingur sjúkrastofnanna er starfandi á hálfu bolmagni. Það er skortur á lyfjum og það er skortur almennt á hjálpargögnum.“ Héðinn hefur heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki á þeim svæðum þar sem neyðin er hvað mest að álagið sé afar mikið. „Margir líta svo á að þetta sé lokakaflinn núna í níu ára stríði en þetta er kannski ekki alveg svo einfalt. Stjórnarherinn lítur svo á að þetta sé síðasta fyrirstaðan á þeim vegi að ná öllu landinu undir sína stjórn. Á hinn bóginn ertu svo með ólíka flokka og fylkingar uppreisnamranna sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eins og svo oft þá ert umeð almenna borgara sem eru á milli steins og sleggju.“
Flóttamenn Sýrland Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira