Áskorun til atvinnurekenda Stuðningskonur leikskólanna skrifar 26. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun