Sport

Í beinni í dag: Man City mætir á Bernabéu og Dominos deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Real Madrid hefur leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Real Madrid hefur leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Vísir/Getty

Meistaradeildin á hug okkar allan, eða svona næstum, á stöð 2 Sport í dag en ásamt tveimur leikjum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þá sýnum við einn úr Dominos deild kvenna.

Sýnt verður beint frá leik Keflavík og Hauka sem fram fer suður með sjó í kvöld. Liðin eru jöfn í 3. og 4. sæti Dominos deildar kvenna með 26 stig. Alls fer fram heil umferð í dag en Grindavík mætir Skallagrím, Valur heimsækir Snæfell og KR fær Breiðablik í heimsókn.

Þá hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19:15 og 45 mínútum síðar hefjast leikir kvöldsins. Englandsmeistarar Manchester City mæta á Santiago Bernabéu og mæta þar heimamönnum í Real Madrid. Pep Guardiola og hans menn ætla sér eflaust stóra hluti í Meistaradeildinni í vetur þar sem engar líkur eru á því að þeir verji Englandsmeistaratitil sinn.

Í hinum leik kvöldsins mætast Lyon og Juventus. 

Í kjölfar leikjanna verður svo farið yfir það helsta í Meistaradeildarmörkunum. 

Hér má sjá allar beinu útsendingar Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Í beinni í dag

19:05 Keflavík - Haukar, Dominos deild kvenna (Stöð 2 Sport 3)

19:15 Meistaradeildin - Upphitun (Stöð 2 Sport)

20:00 Real Madrid - Manchester City (Stöð 2 Sport)

20:00 Lyon - Juventus (Stöð 2 Sport 2)

22:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×