Hélt ræðu á minningarathöfninni um Kobe og náði einstöku afreki nokkrum tímum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og fékk góð ráð frá honum. Getty/Cody Glenn Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og dóttur hans Gigi en Sabrina er framtíðar súperstjarna WNBA-deildarinnar miðað við það sem hún hefur sýnt í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu árin. Sabrina Ionescu spoke at Kobe and Gianna Bryant’s memorial this morning and tonight became the first player in D-I history to reach 2,000 points, 1,000 assists and 1,000 rebounds. She did it on 2/24/20. Amazing. pic.twitter.com/HYf5qb0gIH— Arash Markazi (@ArashMarkazi) February 25, 2020 Sabrina Ionescu mætti á minningarhátíð um Kobe Bryant í gær og hélt meðal annars ræðu þar sem hún talaði um Kobe og þrettán ára dóttur hans Gigi. Kobe Bryant hafði greint hennar leik og gefið henni dýrmæt ráð. Hér fyrir neðan má sjá þessa frábæru körfuboltakonu flytja ræðu til heiðurs vina sinna Kobe og Giönnu Bryant. "I still text [Kobe] even though he's not here." – Sabrina Ionescu while speaking at Kobe and Gianna Bryant's Celebration of Life pic.twitter.com/sOVh82u68Z— espnW (@espnW) February 24, 2020 Aðeins nokkrum tímum eftir minningarhátíðina var Sabrina Ionescu síðan mætt inn á völlinn og hún heiðraði Kobe Bryant þar líka með því að ná sinni 26. þrennu á háskólaferlinum. Ionescu endaði leikinn með 21 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna hennar á tímabilinu en með því jafnaði hún sitt eigið met síðan í fyrra. A league of her own @sabrina_i20 becomes the 1st player in D-I history to reach 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb ... and she did it on 2.24 pic.twitter.com/uBQTtz8Lne— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2020 Það var hins vegar níunda frákastið hennar í leiknum sem sá til þess að hún er búin að afreka það sem engum körfuboltamanni, karli eða konu, hefur tekist í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Á næstum því fjórum árum sínum með Oregon háskólaliðinu hefur Sabrina Ionescu tekist að skorað yfir tvö þúsund stig, taka yfir þúsund fráköst og gefa yfir þúsund stoðsendingar. "That one was for him. To do it on 2-24-20 is huge."@Sabrina_i20 dedicated hitting 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb to her late friend, Kobe Bryant. pic.twitter.com/AHJ4qFrP9M— espnW (@espnW) February 25, 2020 Sabrina Ionescu var tekin í viðtal hjá ESPN eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Þetta var fyrir hann (Kobe). Það var risastórt fyrir mig að ná þessu á 24.2. Ég og hann (Kobe) töluðum um það á undirbúningstímabilionu að ég myndi ná þessu. Ég veit að hann horfir stoltur niður á mig og ég er mjög ánægð með að ná þessu,“ sagði Sabrina Ionescu. Það búast allir við því að Sabrina Ionescu verði valin fyrst í nýliðavali WNBA í apríl. Hún átti möguleika á að fara í WNBA-deildina eftir síðasta tímabil en valdi það frekar að klára skólann. 2.24.20= 2k 1k 1k 2+24=26 total triple doubles 8=total triple doubles this season so far Your presence is felt. Just like we talked about... I HEAR YOU Thank you KB. pic.twitter.com/T7IRdXsRSa— Sabrina Ionescu (@sabrina_i20) February 25, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og dóttur hans Gigi en Sabrina er framtíðar súperstjarna WNBA-deildarinnar miðað við það sem hún hefur sýnt í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu árin. Sabrina Ionescu spoke at Kobe and Gianna Bryant’s memorial this morning and tonight became the first player in D-I history to reach 2,000 points, 1,000 assists and 1,000 rebounds. She did it on 2/24/20. Amazing. pic.twitter.com/HYf5qb0gIH— Arash Markazi (@ArashMarkazi) February 25, 2020 Sabrina Ionescu mætti á minningarhátíð um Kobe Bryant í gær og hélt meðal annars ræðu þar sem hún talaði um Kobe og þrettán ára dóttur hans Gigi. Kobe Bryant hafði greint hennar leik og gefið henni dýrmæt ráð. Hér fyrir neðan má sjá þessa frábæru körfuboltakonu flytja ræðu til heiðurs vina sinna Kobe og Giönnu Bryant. "I still text [Kobe] even though he's not here." – Sabrina Ionescu while speaking at Kobe and Gianna Bryant's Celebration of Life pic.twitter.com/sOVh82u68Z— espnW (@espnW) February 24, 2020 Aðeins nokkrum tímum eftir minningarhátíðina var Sabrina Ionescu síðan mætt inn á völlinn og hún heiðraði Kobe Bryant þar líka með því að ná sinni 26. þrennu á háskólaferlinum. Ionescu endaði leikinn með 21 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna hennar á tímabilinu en með því jafnaði hún sitt eigið met síðan í fyrra. A league of her own @sabrina_i20 becomes the 1st player in D-I history to reach 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb ... and she did it on 2.24 pic.twitter.com/uBQTtz8Lne— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2020 Það var hins vegar níunda frákastið hennar í leiknum sem sá til þess að hún er búin að afreka það sem engum körfuboltamanni, karli eða konu, hefur tekist í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Á næstum því fjórum árum sínum með Oregon háskólaliðinu hefur Sabrina Ionescu tekist að skorað yfir tvö þúsund stig, taka yfir þúsund fráköst og gefa yfir þúsund stoðsendingar. "That one was for him. To do it on 2-24-20 is huge."@Sabrina_i20 dedicated hitting 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb to her late friend, Kobe Bryant. pic.twitter.com/AHJ4qFrP9M— espnW (@espnW) February 25, 2020 Sabrina Ionescu var tekin í viðtal hjá ESPN eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Þetta var fyrir hann (Kobe). Það var risastórt fyrir mig að ná þessu á 24.2. Ég og hann (Kobe) töluðum um það á undirbúningstímabilionu að ég myndi ná þessu. Ég veit að hann horfir stoltur niður á mig og ég er mjög ánægð með að ná þessu,“ sagði Sabrina Ionescu. Það búast allir við því að Sabrina Ionescu verði valin fyrst í nýliðavali WNBA í apríl. Hún átti möguleika á að fara í WNBA-deildina eftir síðasta tímabil en valdi það frekar að klára skólann. 2.24.20= 2k 1k 1k 2+24=26 total triple doubles 8=total triple doubles this season so far Your presence is felt. Just like we talked about... I HEAR YOU Thank you KB. pic.twitter.com/T7IRdXsRSa— Sabrina Ionescu (@sabrina_i20) February 25, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira