Tvíburar nú í sitthvoru NBA-liðinu í Los Angeles borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 17:30 Markieff Morris og Marcus Morris eftir einn af leikjunum þar sem þeir hafa mæst inn á NBA vellinum. Getty/Adam Glanzman Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Markieff Morris mun fá það hlutverk að koma inn af bekknum hjá Lakers liðinu og mögulega leysa Anthony Davis af. Markieff Morris er 203 sentímetrar en um leið fínasta þriggja stiga skytta. Los Angeles liðin, Lakers og Clippers, eru líkleg til að fara langt í NBA-deildinni en þau hafa bæði bætt við sig stórstjörnum á síðustu árum. Það þykir líklegt að LA-liðin mætist í úrslitakeppninni. Á dögunum fékk Los Angeles Clippers Marcus Morris, tvíburabróðir Markieff, í leikmannaskiptum við New York Knicks. Marcus Morris skoraði tíu stig í fyrsta leik sínum með Clippers og er með 9,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Markieff Morris signs with Lakers: Twins now on opposite sides of LA rivalry https://t.co/A8BJnuNpNgpic.twitter.com/gbMKdU331b— Sporting News NBA (@sn_nba) February 24, 2020 Marcus Morris hafði verið með 19,6 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í búningi New York Knicks í vetur. Markieff Morris gerði starfslokasamning við Detroit Pistons og var því laus allra mála. Hann valdi það að semja við Los Angeles Lakers. Markieff Morris var með 11,0 stig, 3,9 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali á 22,5 mínútum í leik með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. OFFICIAL: The Lakers have signed Markieff Morris. Welcome to L.A., @Keefmorris! pic.twitter.com/0FtMjPlCOI— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 24, 2020 Markieff Morris hefur alls spilað 623 leiki í NBA-deildinni með liðum Phoenix Suns, Washington Wizards, Oklahoma City Thunder og Detroit en í þeim er hann með 11,6 stig, 5,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Markieff og Marcus Morris eru fæddir 2. september 1989 eru því á 31 aldursári. Morris er sjö mínútum yngri en Markieff. Markieff Morris hefur spilað alls 24 leiki í úrslitakeppni NBA þar af 13 þeirra á 206-17 tímabilinu með Washington Wizards. Marcus Morris hefur spilað 32 leiki í úrslitakeppninni þar af 19 þeirra með Boston Celtics á 2017-18 tímabilinu. The Morris Twins Ultimately Deciding Who Makes The Finals In The West Is The Drama We Need https://t.co/MEhEpsmdYkpic.twitter.com/DYoLBoJsQ4— Barstool Sports (@barstoolsports) February 21, 2020 NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Markieff Morris mun fá það hlutverk að koma inn af bekknum hjá Lakers liðinu og mögulega leysa Anthony Davis af. Markieff Morris er 203 sentímetrar en um leið fínasta þriggja stiga skytta. Los Angeles liðin, Lakers og Clippers, eru líkleg til að fara langt í NBA-deildinni en þau hafa bæði bætt við sig stórstjörnum á síðustu árum. Það þykir líklegt að LA-liðin mætist í úrslitakeppninni. Á dögunum fékk Los Angeles Clippers Marcus Morris, tvíburabróðir Markieff, í leikmannaskiptum við New York Knicks. Marcus Morris skoraði tíu stig í fyrsta leik sínum með Clippers og er með 9,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Markieff Morris signs with Lakers: Twins now on opposite sides of LA rivalry https://t.co/A8BJnuNpNgpic.twitter.com/gbMKdU331b— Sporting News NBA (@sn_nba) February 24, 2020 Marcus Morris hafði verið með 19,6 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í búningi New York Knicks í vetur. Markieff Morris gerði starfslokasamning við Detroit Pistons og var því laus allra mála. Hann valdi það að semja við Los Angeles Lakers. Markieff Morris var með 11,0 stig, 3,9 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali á 22,5 mínútum í leik með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. OFFICIAL: The Lakers have signed Markieff Morris. Welcome to L.A., @Keefmorris! pic.twitter.com/0FtMjPlCOI— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 24, 2020 Markieff Morris hefur alls spilað 623 leiki í NBA-deildinni með liðum Phoenix Suns, Washington Wizards, Oklahoma City Thunder og Detroit en í þeim er hann með 11,6 stig, 5,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Markieff og Marcus Morris eru fæddir 2. september 1989 eru því á 31 aldursári. Morris er sjö mínútum yngri en Markieff. Markieff Morris hefur spilað alls 24 leiki í úrslitakeppni NBA þar af 13 þeirra á 206-17 tímabilinu með Washington Wizards. Marcus Morris hefur spilað 32 leiki í úrslitakeppninni þar af 19 þeirra með Boston Celtics á 2017-18 tímabilinu. The Morris Twins Ultimately Deciding Who Makes The Finals In The West Is The Drama We Need https://t.co/MEhEpsmdYkpic.twitter.com/DYoLBoJsQ4— Barstool Sports (@barstoolsports) February 21, 2020
NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira