Börn eiga rétt á að þekkja uppruna sinn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:00 Á Íslandi eiga börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki tryggt réttindi barna að þessu leyti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um réttindi barns til að vera skráð eftir fæðingu, fá nafn, ríkisfang og við vita um foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Undirrituð hefur nú í sjötta sinn lagt fram tillögu um rétt barna til að vita um uppruna sinn og falið dómsmálaráðherra að tryggja réttindi barna að þessu leyti. Tillagan hefur ekki enn verið afgreidd á Alþingi. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi barna. Sýnum það í verki. Það er löngu orðið tímabært að innleiða ný lög sem tryggja þennan rétt barna. Umsögn Umboðsmanns barna Lög um tæknifrjóvgun, sem tóku í gildi 15. maí 1996, gera ráð fyrir að sá sem gefur kynfrumur til tæknifrjóvgunar skuli njóta nafnleyndar. Nafnleynd kynfrumugjafa vegur þyngra en réttindi barna til að fá að vita um uppruna sinn. Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn árið 1996, þegar frumvarpið var til umfjöllunar hjá Alþingi. Í henni kom fram sú afdráttarlausa skoðun að barn sem getið er með gjafakynfrumu ætti að fá rétt á að vita um uppruna sinn, eftir því sem unnt er. Þannig verði velferð þess best tryggð til framtíðar. Reynsla nágrannaríkja Helstu rökin fyrir nafnleynd kynfrumugjafa hafa verið sú að nafnleynd tryggi framboð á kynfrumum. Reynsla nágrannaríkjanna sýnir að slíkt hafi ekki veri raunin en eins og fyrr segir þá hafa öll Norðurlöndin, utan Íslands, nú þegar tryggt lagalegan rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Reyndar dróst kynfrumugjöf í Svíþjóð saman eftir að lögunum var breytt á þann veg að börn ættu rétt á að þekkja uppruna sinn, en fór síðan aftur í sama horf. Mikilvægt er að virða friðhelgi fólks og þörfin fyrir að nálgast upplýsingar um líffræðilegan uppruna, getur verið mjög mismunandi. Því yrðu slíkar upplýsingar aðeins veittar ef „barnið“ óskar sjálft eftir þeim. Rétturinn ætti ávallt að vera barnsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eiga börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki tryggt réttindi barna að þessu leyti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um réttindi barns til að vera skráð eftir fæðingu, fá nafn, ríkisfang og við vita um foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Undirrituð hefur nú í sjötta sinn lagt fram tillögu um rétt barna til að vita um uppruna sinn og falið dómsmálaráðherra að tryggja réttindi barna að þessu leyti. Tillagan hefur ekki enn verið afgreidd á Alþingi. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi barna. Sýnum það í verki. Það er löngu orðið tímabært að innleiða ný lög sem tryggja þennan rétt barna. Umsögn Umboðsmanns barna Lög um tæknifrjóvgun, sem tóku í gildi 15. maí 1996, gera ráð fyrir að sá sem gefur kynfrumur til tæknifrjóvgunar skuli njóta nafnleyndar. Nafnleynd kynfrumugjafa vegur þyngra en réttindi barna til að fá að vita um uppruna sinn. Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn árið 1996, þegar frumvarpið var til umfjöllunar hjá Alþingi. Í henni kom fram sú afdráttarlausa skoðun að barn sem getið er með gjafakynfrumu ætti að fá rétt á að vita um uppruna sinn, eftir því sem unnt er. Þannig verði velferð þess best tryggð til framtíðar. Reynsla nágrannaríkja Helstu rökin fyrir nafnleynd kynfrumugjafa hafa verið sú að nafnleynd tryggi framboð á kynfrumum. Reynsla nágrannaríkjanna sýnir að slíkt hafi ekki veri raunin en eins og fyrr segir þá hafa öll Norðurlöndin, utan Íslands, nú þegar tryggt lagalegan rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Reyndar dróst kynfrumugjöf í Svíþjóð saman eftir að lögunum var breytt á þann veg að börn ættu rétt á að þekkja uppruna sinn, en fór síðan aftur í sama horf. Mikilvægt er að virða friðhelgi fólks og þörfin fyrir að nálgast upplýsingar um líffræðilegan uppruna, getur verið mjög mismunandi. Því yrðu slíkar upplýsingar aðeins veittar ef „barnið“ óskar sjálft eftir þeim. Rétturinn ætti ávallt að vera barnsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar