Dómur fallinn í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 09:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Brynjar Steingrímsson, Halldór Anton Jóhannesson og Dagur Kjartansson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Brynjar var dæmdur í sjö ára fangelsi, Halldór Anton í sex og hálfs ára fangelsi og Dagur í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi að 16,2 kílóum af kókaíni.Greint var frá málinu í ágúst á síðasta ári þegar fram kom að héraðssaksóknari hafði ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Lögregla hefur aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu lagi. Miðað við söluverð sem má kynna sér á vef SÁÁ má sjá áætla að söluverðmæti kílóanna sextán gæti verið um hálfur milljarður króna. Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Halldór og Dagur ferðuðust til Hollands í maí á síðasta ári þar sem þeir hittu tvo óþekkta aðila. Tóku þeir hvor á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni.Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí.Brynjar var sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli.Mennirnir þrír voru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Brynjar var ákærður fyrir rúmlega nítján milljóna króna peningaþvætti. Um var að ræða ávinning af innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns fíkniefna sem lagðir voru inn á bankareikning hans af ýmsum aðilum og honum sjálfum.Dagur og Halldór voru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Halldór fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019.Dagur virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00 Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32 Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Brynjar Steingrímsson, Halldór Anton Jóhannesson og Dagur Kjartansson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Brynjar var dæmdur í sjö ára fangelsi, Halldór Anton í sex og hálfs ára fangelsi og Dagur í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi að 16,2 kílóum af kókaíni.Greint var frá málinu í ágúst á síðasta ári þegar fram kom að héraðssaksóknari hafði ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Lögregla hefur aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu lagi. Miðað við söluverð sem má kynna sér á vef SÁÁ má sjá áætla að söluverðmæti kílóanna sextán gæti verið um hálfur milljarður króna. Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Halldór og Dagur ferðuðust til Hollands í maí á síðasta ári þar sem þeir hittu tvo óþekkta aðila. Tóku þeir hvor á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni.Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí.Brynjar var sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli.Mennirnir þrír voru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Brynjar var ákærður fyrir rúmlega nítján milljóna króna peningaþvætti. Um var að ræða ávinning af innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns fíkniefna sem lagðir voru inn á bankareikning hans af ýmsum aðilum og honum sjálfum.Dagur og Halldór voru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Halldór fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019.Dagur virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00 Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32 Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32
Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20