Dómur fallinn í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 09:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Brynjar Steingrímsson, Halldór Anton Jóhannesson og Dagur Kjartansson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Brynjar var dæmdur í sjö ára fangelsi, Halldór Anton í sex og hálfs ára fangelsi og Dagur í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi að 16,2 kílóum af kókaíni.Greint var frá málinu í ágúst á síðasta ári þegar fram kom að héraðssaksóknari hafði ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Lögregla hefur aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu lagi. Miðað við söluverð sem má kynna sér á vef SÁÁ má sjá áætla að söluverðmæti kílóanna sextán gæti verið um hálfur milljarður króna. Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Halldór og Dagur ferðuðust til Hollands í maí á síðasta ári þar sem þeir hittu tvo óþekkta aðila. Tóku þeir hvor á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni.Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí.Brynjar var sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli.Mennirnir þrír voru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Brynjar var ákærður fyrir rúmlega nítján milljóna króna peningaþvætti. Um var að ræða ávinning af innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns fíkniefna sem lagðir voru inn á bankareikning hans af ýmsum aðilum og honum sjálfum.Dagur og Halldór voru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Halldór fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019.Dagur virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00 Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32 Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Brynjar Steingrímsson, Halldór Anton Jóhannesson og Dagur Kjartansson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Brynjar var dæmdur í sjö ára fangelsi, Halldór Anton í sex og hálfs ára fangelsi og Dagur í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi að 16,2 kílóum af kókaíni.Greint var frá málinu í ágúst á síðasta ári þegar fram kom að héraðssaksóknari hafði ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Lögregla hefur aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu lagi. Miðað við söluverð sem má kynna sér á vef SÁÁ má sjá áætla að söluverðmæti kílóanna sextán gæti verið um hálfur milljarður króna. Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Halldór og Dagur ferðuðust til Hollands í maí á síðasta ári þar sem þeir hittu tvo óþekkta aðila. Tóku þeir hvor á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni.Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí.Brynjar var sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli.Mennirnir þrír voru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Brynjar var ákærður fyrir rúmlega nítján milljóna króna peningaþvætti. Um var að ræða ávinning af innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns fíkniefna sem lagðir voru inn á bankareikning hans af ýmsum aðilum og honum sjálfum.Dagur og Halldór voru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Halldór fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019.Dagur virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00 Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32 Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32
Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20