Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti og hafa nú 763 einstaklingar í landinu smitast.
Tveir létust á síðasta sólarhring og er tala látinna þar í landi komin upp í sjö.
Í Kína var tilkynnt um 409 ný smit. Þar hafa því alls 77.150 manns smitast frá því veiran gerði fyrst vart við sig. Hundrað og fimmtíu létust þar í landi síðasta sólarhringinn og í Kína hafa nú 2592 látið lítið, langflestir í Hubei-héraði þar sem Covid-19 á upptök sín.
Töluverður kippur í nýsmitum utan Kína hefur vakið ugg í brjósti manna um að veiran sé nú að dreifast frekar um heiminn.
Í Suður-Kóreu er nú þriðji stærsti hópur smitaðra, á eftir Kína og Japan, en á Ítalíu hefur smitum einnig fjölgað hratt og eru tugþúsundir manna nú í sóttkví í norðurhluta landsins. Þá hefur smitum fjölgað mikið í Íran.

