Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 22:30 Freyr Alexandersson og Erik Hamrén hafa mánuð til stefnu til undirbúnings fyrir leikinn við Rúmeníu. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel „létt verk“. „Við höfum oft orðið varir við slíka umræðu þegar kemur að þjóðum sem hafa kannski ekki á að skipa mörgum leikmönnum sem eru fyrir framan augu áhangenda um hverja helgi, í ensku úrvalsdeildinni fyrst og fremst,“ sagði Freyr í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli, svo lengi sem það verður hægt á þessum árstíma, þann 26. mars í undanúrslitum EM-umspilsins. Sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. Freyr hefur að sjálfsögðu skoðað rúmenska liðið vel og er vel meðvitaður um þá efnilegu kynslóð leikmanna sem þar er að taka við keflinu: „Þetta eru strákar sem eru að taka næstu skref á sínum ferli, allir að spila á góðum stað og hafa gríðarlega hæfileika, og stóðu sig stórkostlega á U21-mótinu síðasta sumar. Við skulum því stíga varlega til jarðar og bera virðingu fyrir andstæðingnum, sem við gerum að sjálfsögðu alltaf. Þegar fer að nálgast leikinn, það er mikil eftirvænting í þjóðfélaginu, þá verður mikið af fréttum fram að leik og þá mun fólk átta sig betur á styrkleikum og auðvitað veikleikum rúmenska liðsins. En við vitum nákvæmlega út í hvað við erum að fara og þetta verður gríðarlega barátta. En, kannski ótrúlegt en satt, þá er Laugardalsvöllurinn gríðarlegt vígi fyrir okkur,“ sagði Freyr. Klippa: Freyr kallar eftir virðingu fyrir Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15 Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32 Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel „létt verk“. „Við höfum oft orðið varir við slíka umræðu þegar kemur að þjóðum sem hafa kannski ekki á að skipa mörgum leikmönnum sem eru fyrir framan augu áhangenda um hverja helgi, í ensku úrvalsdeildinni fyrst og fremst,“ sagði Freyr í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli, svo lengi sem það verður hægt á þessum árstíma, þann 26. mars í undanúrslitum EM-umspilsins. Sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. Freyr hefur að sjálfsögðu skoðað rúmenska liðið vel og er vel meðvitaður um þá efnilegu kynslóð leikmanna sem þar er að taka við keflinu: „Þetta eru strákar sem eru að taka næstu skref á sínum ferli, allir að spila á góðum stað og hafa gríðarlega hæfileika, og stóðu sig stórkostlega á U21-mótinu síðasta sumar. Við skulum því stíga varlega til jarðar og bera virðingu fyrir andstæðingnum, sem við gerum að sjálfsögðu alltaf. Þegar fer að nálgast leikinn, það er mikil eftirvænting í þjóðfélaginu, þá verður mikið af fréttum fram að leik og þá mun fólk átta sig betur á styrkleikum og auðvitað veikleikum rúmenska liðsins. En við vitum nákvæmlega út í hvað við erum að fara og þetta verður gríðarlega barátta. En, kannski ótrúlegt en satt, þá er Laugardalsvöllurinn gríðarlegt vígi fyrir okkur,“ sagði Freyr. Klippa: Freyr kallar eftir virðingu fyrir Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15 Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32 Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45
Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15
Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32
Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20
KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn