Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 11:00 Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann. Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart. Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja. „Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi. „Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“ Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar. Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman. Quaden - you’ve got a friend in me. #BeKind@LokelaniHigahttps://t.co/8dr3j2z8Sypic.twitter.com/jyqtZYC953— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020 Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum. It’s now at 130k. Amazing. Thank you everyone. This is way outside my level of expertise. I just don’t want to mess this up. I need help so I can do this correctly. @TheEllenShow, you do this kind of stuff all the time. Can you PLEASE help me do this the right way??— Brad Williams (@funnybrad) February 21, 2020 Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn. The Indigenous #NRLAllStars have invited 9-year-old Quaden Bayles, a victim of bullying, to lead them out this Saturday night pic.twitter.com/UcXhNt3QKF— NRL (@NRL) February 20, 2020 Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter. This is absolutely heartbreaking. God bless this little boy... Quaden - we are all with you! Stay strong! #TeamQuadenhttps://t.co/KbhFArmbDB— Eric Trump (@EricTrump) February 20, 2020 Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden. Ástralía Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann. Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart. Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja. „Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi. „Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“ Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar. Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman. Quaden - you’ve got a friend in me. #BeKind@LokelaniHigahttps://t.co/8dr3j2z8Sypic.twitter.com/jyqtZYC953— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020 Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum. It’s now at 130k. Amazing. Thank you everyone. This is way outside my level of expertise. I just don’t want to mess this up. I need help so I can do this correctly. @TheEllenShow, you do this kind of stuff all the time. Can you PLEASE help me do this the right way??— Brad Williams (@funnybrad) February 21, 2020 Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn. The Indigenous #NRLAllStars have invited 9-year-old Quaden Bayles, a victim of bullying, to lead them out this Saturday night pic.twitter.com/UcXhNt3QKF— NRL (@NRL) February 20, 2020 Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter. This is absolutely heartbreaking. God bless this little boy... Quaden - we are all with you! Stay strong! #TeamQuadenhttps://t.co/KbhFArmbDB— Eric Trump (@EricTrump) February 20, 2020 Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden.
Ástralía Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira