Arnar Pétursson skipti aftur í Breiðablik og stefnir á Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 14:15 Arnar Pétursson ætlar sér að vinna tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020. Mynd/Breiðablik Frjálsíþróttamaðurinn Arnar Pétursson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR-ingum síðastliðin ár. Blikar eru ánægðir með að fá sinn mann aftur til baka og sögðu frá félagsskiptunum í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að það togaði alltaf í Arnar að keppa aftur fyrir sitt gamla félag í Kópavogi á meðan hann væri ennþá að bæta sig sem hlaupari. Arnar hefur alla tíð búið í Kópavogi og æfði og keppti í körfubolta fyrir Breiðablik, áður en hann fór að einbeita sér að hlaupunum og gekk til liðs við ÍR, þar sem hann naut góðrar leiðsagnar Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara á sínum fyrstu árum sem hlaupari. Arnar hefur verið besti maraþonhlaupari landsins undanfarin ár og hefur hann sett stefnuna á komast á Ólympíuleikana í Tokýó í sumar. Arnar hefur einbeitt sér alfarið að þessu markmiði á undanförnum mánuðum og stefnir meðal annars að þátttöku í 10 kílómetra og hálfu maraþoni í Haag í byrjun næsta mánaðar, sem undirbúning fyrir heilt maraþon í Rotterdam þann 5. apríl næstkomandi. Núna um helgina mun Arnar aftur klæðast búningi Breiðabliks, þegar hann tekur þátt í Meistaramóti Íslands innanhúss í Kaplakrika, þar sem hann keppir í 1500 metra og 3000 metra hlaupi. Arnar hefur sett stefnuna á tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 í hinum ýmsu vegalengdum frá 1500 metrum og upp í maraþon. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira
Frjálsíþróttamaðurinn Arnar Pétursson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR-ingum síðastliðin ár. Blikar eru ánægðir með að fá sinn mann aftur til baka og sögðu frá félagsskiptunum í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að það togaði alltaf í Arnar að keppa aftur fyrir sitt gamla félag í Kópavogi á meðan hann væri ennþá að bæta sig sem hlaupari. Arnar hefur alla tíð búið í Kópavogi og æfði og keppti í körfubolta fyrir Breiðablik, áður en hann fór að einbeita sér að hlaupunum og gekk til liðs við ÍR, þar sem hann naut góðrar leiðsagnar Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara á sínum fyrstu árum sem hlaupari. Arnar hefur verið besti maraþonhlaupari landsins undanfarin ár og hefur hann sett stefnuna á komast á Ólympíuleikana í Tokýó í sumar. Arnar hefur einbeitt sér alfarið að þessu markmiði á undanförnum mánuðum og stefnir meðal annars að þátttöku í 10 kílómetra og hálfu maraþoni í Haag í byrjun næsta mánaðar, sem undirbúning fyrir heilt maraþon í Rotterdam þann 5. apríl næstkomandi. Núna um helgina mun Arnar aftur klæðast búningi Breiðabliks, þegar hann tekur þátt í Meistaramóti Íslands innanhúss í Kaplakrika, þar sem hann keppir í 1500 metra og 3000 metra hlaupi. Arnar hefur sett stefnuna á tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 í hinum ýmsu vegalengdum frá 1500 metrum og upp í maraþon.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira