Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 21:50 Jóhannes Karl var ekki sáttur eftir leik kvöldsins. vísir/bára Skagamenn duttu út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir 3-1 tap gegn Val að Hlíðarenda en þetta var síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar. Var þetta eina leiknum sem var frestað undir lok júlí mánaðar er stutt hlé var gert á iðkun knattspyrnu hér á landi eftir aðra bylgju kórónufaraldursins. „Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og sköpuðum okkur ágætis stöður. Við pressuðum Valsarana hátt á vellinum og Hannes gaf okkur boltann 5-6 sinnum inni á miðjum þeirra vallarhelmingi og við náðum kannski ekki að nýta okkur það nógu vel,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir tapið gegn Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. „Við fengum líka algjört dauðafæri eftir góða sókn þar sem Marteinn var óheppinn að hitta ekki boltann á fjær, hefði jafnvel getað tekið hann niður. Fyrri hálfleikurinn því að mörgu leyti mjög góður. Auðvitað var þetta mark sem Valsararnir spila frábærlega gert hjá þeim en mér fannst við að mestu leyti fínir í fyrri hálfleik,“ bætti Jóhannes Karl við. og það sama var uppi á teningunum í seinni háfleik. Skagamenn voru afar ósáttir við Pétur Guðmundsson dómara undir lok leiksins og vildu meina að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Valgeirs Lunddal Friðrikssonar. „Þeir skora ágætis mörk en við fáum líka færi til að jafna og að mínu mati hefðum við átt að fá víti hérna í restina. Boltinn fór bara beint í höndina á honum og dómarateymið sem var hérna, það sagðist enginn hafa séð það. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Í stöðunni 1-0, þegar Skagamenn voru nýbúnir að skipta þríeykinu Stefáni Teiti, Tryggva Hrafni og Steinari inná af bekknum, fékk Aron Kristófer Lárusson sitt seinna gula spjald fyrir kjaftbrúk við dómarann. Jóhannes Karl var ekki sáttur með sinn leikmann. „Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann og fær rautt spjald og skilur okkur svolítið eftir í súpunni. En það breytir því ekki að manni færri þá spiluðum við vel, héldum boltanum vel og héldum áfram að spila okkar leik og settum pressu á Valsarana því við ætluðum okkur að jafna leikinn.“ „Við höfðum trú á að við gætum strítt þeim þó að við værum manni færri. Við erum farnir að fórna svolítið miklu hér í blárestina og þeir ná að drepa þetta með þriðja markinu.“ Í gær fengu Skagamenn til liðs við sig Guðmund Tyrfingsson frá Selfossi en hann fékk sínar fyrstu mínútur í leiknum í kvöld. „Við erum í svakalega fínum málum með leikmannahópinn okkar. Leikmaður eins og Guðmundur Tyrfingsson passar vel inn í leikmannastefnuna okkar. Þetta er ungur leikmaður sem getur náð langt.“ „Við seldum Bjarka Stein í glugganum og töldum okkur þurfa að styrkja aðeins. Ég hef mikla trú á þessum strák og við þurftum einhvern til að fylla skarðið hans Bjarka. Guðmundur er kominn núna til að hjálpa okkur að styrkja sóknarleikinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Skagamenn duttu út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir 3-1 tap gegn Val að Hlíðarenda en þetta var síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar. Var þetta eina leiknum sem var frestað undir lok júlí mánaðar er stutt hlé var gert á iðkun knattspyrnu hér á landi eftir aðra bylgju kórónufaraldursins. „Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og sköpuðum okkur ágætis stöður. Við pressuðum Valsarana hátt á vellinum og Hannes gaf okkur boltann 5-6 sinnum inni á miðjum þeirra vallarhelmingi og við náðum kannski ekki að nýta okkur það nógu vel,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir tapið gegn Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. „Við fengum líka algjört dauðafæri eftir góða sókn þar sem Marteinn var óheppinn að hitta ekki boltann á fjær, hefði jafnvel getað tekið hann niður. Fyrri hálfleikurinn því að mörgu leyti mjög góður. Auðvitað var þetta mark sem Valsararnir spila frábærlega gert hjá þeim en mér fannst við að mestu leyti fínir í fyrri hálfleik,“ bætti Jóhannes Karl við. og það sama var uppi á teningunum í seinni háfleik. Skagamenn voru afar ósáttir við Pétur Guðmundsson dómara undir lok leiksins og vildu meina að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Valgeirs Lunddal Friðrikssonar. „Þeir skora ágætis mörk en við fáum líka færi til að jafna og að mínu mati hefðum við átt að fá víti hérna í restina. Boltinn fór bara beint í höndina á honum og dómarateymið sem var hérna, það sagðist enginn hafa séð það. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Í stöðunni 1-0, þegar Skagamenn voru nýbúnir að skipta þríeykinu Stefáni Teiti, Tryggva Hrafni og Steinari inná af bekknum, fékk Aron Kristófer Lárusson sitt seinna gula spjald fyrir kjaftbrúk við dómarann. Jóhannes Karl var ekki sáttur með sinn leikmann. „Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann og fær rautt spjald og skilur okkur svolítið eftir í súpunni. En það breytir því ekki að manni færri þá spiluðum við vel, héldum boltanum vel og héldum áfram að spila okkar leik og settum pressu á Valsarana því við ætluðum okkur að jafna leikinn.“ „Við höfðum trú á að við gætum strítt þeim þó að við værum manni færri. Við erum farnir að fórna svolítið miklu hér í blárestina og þeir ná að drepa þetta með þriðja markinu.“ Í gær fengu Skagamenn til liðs við sig Guðmund Tyrfingsson frá Selfossi en hann fékk sínar fyrstu mínútur í leiknum í kvöld. „Við erum í svakalega fínum málum með leikmannahópinn okkar. Leikmaður eins og Guðmundur Tyrfingsson passar vel inn í leikmannastefnuna okkar. Þetta er ungur leikmaður sem getur náð langt.“ „Við seldum Bjarka Stein í glugganum og töldum okkur þurfa að styrkja aðeins. Ég hef mikla trú á þessum strák og við þurftum einhvern til að fylla skarðið hans Bjarka. Guðmundur er kominn núna til að hjálpa okkur að styrkja sóknarleikinn.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann