KR er 32 mörk í mínus í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir stjórn Rúnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 11:00 Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020 Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira