Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 7-0 | Enn einn stórsigur toppliðsins Ísak Hallmundarson skrifar 19. ágúst 2020 21:10 vísir/bára Ótrúlegt gengi Breiðabliks heldur áfram í Pepsi Max deild kvenna. Liðið vann annan leikinn í röð 7-0 í kvöld er Þór/KA heimsótti Kópavogsvöll. Kristín Dís Árnadóttir opnaði markareikning Blika í kvöld strax á fjórðu mínútu þegar hún skoraði af stuttu færi eftir horn, eftir að Harpa Jóhannsdóttir í marki Þórs/KA náði ekki að kýla boltann nógu langt frá markinu. Næsta mark Kópavogsliðsins skoraði Áslaug Munda Jónsdóttir með flottu einstaklingsframtaki. Hún fékk boltann á vinstri kantinum og fór framhjá nokkrum varnarmönnum á leið sinni inn í vítateiginn þar sem hún skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Áslaug skoraði síðan annað mark sitt og þriðja mark Blikastúlkna á 38. mínútu þegar hún tók hornspyrnu sem endaði í netinu. Harpa í marki Þórs/KA reyndi að slá boltann í burtu en sló hann upp í þaknetið. Harpa lenti síðan með hnéið í stönginni og þurfti að fara meidd af velli. Inn á kom Lauren Amie Allen í hennar stað. Staðan í hálfleik 3-0 fyrir heimakonum. Fjórða mark Breiðabliks kom á 53. mínútu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði eftir góðan undirbúning frá Sveindísi Jane Jónsdóttur. Næst var komið að markadrottningunni Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem gerði fimmta mark Blika með skoti fyrir utan teig, en boltinn hafði létta viðkomu í varnarmann á leið sinni í netið. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sjötta markið með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og sjöunda markið var keimlíkt, þá datt boltinn fyrir Rakeli Hönnudóttur sem þrumaði honum í netið eftir hornspyrnu. Fleiri voru mörkin ekki og annar 7-0 sigur Blika í röð staðreynd. Af hverju vann Breiðablik? Þær eru besta lið deildarinnar og var ekki við neinu öðru að búast en sigri hjá þeim í kvöld. Þær skoruðu strax á fjórðu mínútu og héldu áfram af mikilli ákefð allan leikinn. Gæðamunurinn á liðunum er of mikill til að þetta gæti hafa orðið einhver leikur. Hverjar stóðu upp úr? Erfitt að velja eina umfram aðra úr liði Breiðabliks. Kristín Dís Árnadóttir átti frábæran leik í varnarlínunni og skoraði auk þess fyrsta markið sem kom Blikum á bragðið. Áslaug Munda átti góðan leik, lagði upp eitt mark og skoraði tvö og Agla María og Sveindís Jane áttu sömuleiðis frábæran leik. Hvað gekk illa? Gekk ansi illa hjá Þór/KA að verjast hornspyrnum. Það er ekkert eðlilegt við það að fá á sig fjögur mörk eftir hornspyrnur í einum og sama leiknum. Hvað gerist næst? Breiðablik tekur á móti Selfoss næsta mánudag á Kópavogsvelli. Þór/KA fer í heimsókn til Vestmannaeyja á sunnudaginn og mætir ÍBV. Þorsteinn Halldórsson: Aldrei auðvelt „Það er gaman að vinna og skora mikið af mörkum en þetta er aldrei auðvelt. Þessir leikir eru ekkert þannig auðveldir. Við leggjum rosalega orku í þá og byrjum af svakalegum krafti. Ég hugsa að ákefðin í byrjun hafi sett þær svolítið út af laginu og það var mikill kraftur í okkur frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks í viðtali eftir leik. Breiðablik er með fullt hús stiga og hefur valtað yfir andstæðinga sína í sumar. Þorsteinn segir mikilvægt að núllstilla sig fyrir hvern leik. „Ef þú ert sigurvegari og ætlar þér hluti þarftu að gera þér grein fyrir því að þú þarft að núllstilla á milli leikja og undirbúa alla leiki eins, alltaf minna þig á hversu mikið þú þarft að hafa fyrir þessu. Mér finnst við hafa gert það vel undanfarið að ná að njóta sigranna en samt verið klár þegar næsta verkefni kemur.“ Breiðabliksliðið bætti í kvöld met yfir flesta leiki í byrjun móts án þess að fá á sig mark. „Varnarleikurinn hefur verið frábær hjá öllu liðinu og varnarlínan verið mjög sterk og Sonný frábær í markinu,“ sagði Þorsteinn að lokum. Áslaug Munda: Höldum okkur niðri á jörðinni „Það er alltaf gaman að halda hreinu og vinna svona stórt,“ sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir leik. Áslaug skoraði tvö mörk í leiknum. „Við reynum bara að halda þessu áfram og klára mótið almennilega. Við pössum okkur að halda okkur niðri á jörðinni alltaf,“ sagði Áslaug Munda að lokum. Andri Hjörvar Albertsson: Blikar gætu spilað í deild erlendis „Þetta er besta lið deildarinnar. Alls ekki nógu gott frá okkur, alls alls ekki. Alltof mörg mörk út úr föstum leikatriðum, eitthvað sem við viljum vera góð í, alls ekki boðlegt að mörgu leyti. Við áttum ágætiskafla en þeir voru of fáir og of stuttir og Breiðablik gekk á lagið og nýtti sín tækifæri í þessum leik,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leik. Breiðablik skoraði fjögur mörk eftir hornspyrnur í leiknum. „Við erum ekki búin að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum í allt sumar fyrir utan eitt víti, þetta er mjög óvænt og eitthvað sem við erum drulluóánægð með.“ „Við komum hingað til að gera góða hluti og vorum með það planað að valda Breiðabliksliðinu vandræðum. Við vildum vera fyrsta liðið til að skora mark hérna og fyrsta liðið til að halda hreinu og þar af leiðandi fyrsta liðið til að hirða stig af þessu liði. Það var planið í upphafi en svo gefum við þrjú mörk og þá er brekkan orðin ansi brött til að klífa.“ Hann segir muninn á Breiðablik og öðrum liðum í deildinni einfaldlega of mikinn. „Þetta er bara munurinn á liðunum í dag og kannski endurspeglar deildina eins og er því miður. Ég held að Blikarnir gætu bara spilað í einhverri annarri deild erlendis þess vegna, þetta er alltof mikið bil milli Blika og Vals og hinna liðanna finnst mér. Þetta er skrýtið og ekki gott,“ sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Fótbolti Íslenski boltinn
Ótrúlegt gengi Breiðabliks heldur áfram í Pepsi Max deild kvenna. Liðið vann annan leikinn í röð 7-0 í kvöld er Þór/KA heimsótti Kópavogsvöll. Kristín Dís Árnadóttir opnaði markareikning Blika í kvöld strax á fjórðu mínútu þegar hún skoraði af stuttu færi eftir horn, eftir að Harpa Jóhannsdóttir í marki Þórs/KA náði ekki að kýla boltann nógu langt frá markinu. Næsta mark Kópavogsliðsins skoraði Áslaug Munda Jónsdóttir með flottu einstaklingsframtaki. Hún fékk boltann á vinstri kantinum og fór framhjá nokkrum varnarmönnum á leið sinni inn í vítateiginn þar sem hún skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Áslaug skoraði síðan annað mark sitt og þriðja mark Blikastúlkna á 38. mínútu þegar hún tók hornspyrnu sem endaði í netinu. Harpa í marki Þórs/KA reyndi að slá boltann í burtu en sló hann upp í þaknetið. Harpa lenti síðan með hnéið í stönginni og þurfti að fara meidd af velli. Inn á kom Lauren Amie Allen í hennar stað. Staðan í hálfleik 3-0 fyrir heimakonum. Fjórða mark Breiðabliks kom á 53. mínútu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði eftir góðan undirbúning frá Sveindísi Jane Jónsdóttur. Næst var komið að markadrottningunni Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem gerði fimmta mark Blika með skoti fyrir utan teig, en boltinn hafði létta viðkomu í varnarmann á leið sinni í netið. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sjötta markið með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og sjöunda markið var keimlíkt, þá datt boltinn fyrir Rakeli Hönnudóttur sem þrumaði honum í netið eftir hornspyrnu. Fleiri voru mörkin ekki og annar 7-0 sigur Blika í röð staðreynd. Af hverju vann Breiðablik? Þær eru besta lið deildarinnar og var ekki við neinu öðru að búast en sigri hjá þeim í kvöld. Þær skoruðu strax á fjórðu mínútu og héldu áfram af mikilli ákefð allan leikinn. Gæðamunurinn á liðunum er of mikill til að þetta gæti hafa orðið einhver leikur. Hverjar stóðu upp úr? Erfitt að velja eina umfram aðra úr liði Breiðabliks. Kristín Dís Árnadóttir átti frábæran leik í varnarlínunni og skoraði auk þess fyrsta markið sem kom Blikum á bragðið. Áslaug Munda átti góðan leik, lagði upp eitt mark og skoraði tvö og Agla María og Sveindís Jane áttu sömuleiðis frábæran leik. Hvað gekk illa? Gekk ansi illa hjá Þór/KA að verjast hornspyrnum. Það er ekkert eðlilegt við það að fá á sig fjögur mörk eftir hornspyrnur í einum og sama leiknum. Hvað gerist næst? Breiðablik tekur á móti Selfoss næsta mánudag á Kópavogsvelli. Þór/KA fer í heimsókn til Vestmannaeyja á sunnudaginn og mætir ÍBV. Þorsteinn Halldórsson: Aldrei auðvelt „Það er gaman að vinna og skora mikið af mörkum en þetta er aldrei auðvelt. Þessir leikir eru ekkert þannig auðveldir. Við leggjum rosalega orku í þá og byrjum af svakalegum krafti. Ég hugsa að ákefðin í byrjun hafi sett þær svolítið út af laginu og það var mikill kraftur í okkur frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks í viðtali eftir leik. Breiðablik er með fullt hús stiga og hefur valtað yfir andstæðinga sína í sumar. Þorsteinn segir mikilvægt að núllstilla sig fyrir hvern leik. „Ef þú ert sigurvegari og ætlar þér hluti þarftu að gera þér grein fyrir því að þú þarft að núllstilla á milli leikja og undirbúa alla leiki eins, alltaf minna þig á hversu mikið þú þarft að hafa fyrir þessu. Mér finnst við hafa gert það vel undanfarið að ná að njóta sigranna en samt verið klár þegar næsta verkefni kemur.“ Breiðabliksliðið bætti í kvöld met yfir flesta leiki í byrjun móts án þess að fá á sig mark. „Varnarleikurinn hefur verið frábær hjá öllu liðinu og varnarlínan verið mjög sterk og Sonný frábær í markinu,“ sagði Þorsteinn að lokum. Áslaug Munda: Höldum okkur niðri á jörðinni „Það er alltaf gaman að halda hreinu og vinna svona stórt,“ sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir leik. Áslaug skoraði tvö mörk í leiknum. „Við reynum bara að halda þessu áfram og klára mótið almennilega. Við pössum okkur að halda okkur niðri á jörðinni alltaf,“ sagði Áslaug Munda að lokum. Andri Hjörvar Albertsson: Blikar gætu spilað í deild erlendis „Þetta er besta lið deildarinnar. Alls ekki nógu gott frá okkur, alls alls ekki. Alltof mörg mörk út úr föstum leikatriðum, eitthvað sem við viljum vera góð í, alls ekki boðlegt að mörgu leyti. Við áttum ágætiskafla en þeir voru of fáir og of stuttir og Breiðablik gekk á lagið og nýtti sín tækifæri í þessum leik,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leik. Breiðablik skoraði fjögur mörk eftir hornspyrnur í leiknum. „Við erum ekki búin að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum í allt sumar fyrir utan eitt víti, þetta er mjög óvænt og eitthvað sem við erum drulluóánægð með.“ „Við komum hingað til að gera góða hluti og vorum með það planað að valda Breiðabliksliðinu vandræðum. Við vildum vera fyrsta liðið til að skora mark hérna og fyrsta liðið til að halda hreinu og þar af leiðandi fyrsta liðið til að hirða stig af þessu liði. Það var planið í upphafi en svo gefum við þrjú mörk og þá er brekkan orðin ansi brött til að klífa.“ Hann segir muninn á Breiðablik og öðrum liðum í deildinni einfaldlega of mikinn. „Þetta er bara munurinn á liðunum í dag og kannski endurspeglar deildina eins og er því miður. Ég held að Blikarnir gætu bara spilað í einhverri annarri deild erlendis þess vegna, þetta er alltof mikið bil milli Blika og Vals og hinna liðanna finnst mér. Þetta er skrýtið og ekki gott,“ sagði Andri að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti