Handbolti

Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Geir og félagar eru eðlilega uggandi yfir stöðu mála.
Róbert Geir og félagar eru eðlilega uggandi yfir stöðu mála. vísir/hbg
Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi.

Samkomubann er yfirvofandi enda höfum við séð víða um Evrópu að íþróttaviðburðir fari fram án áhorfenda.

„Það gæti vissulega verið niðurstaðan og við munum vinna vel með yfirvöldum ef af því kemur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.

Svo stendur líka eftir spurningin hvað gerist ef leikmaður í liði veikist og allt liðið hans þarf að fara í sóttkví? Það myndi setja allt mótahald úr skorðum. Það er ein ástæðan fyrir því að stóru samböndin ætla að funda í dag.

„ÍSÍ mun funda með HSÍ, KKÍ og KSÍ seinni partinn í dag og þar verður einnig Víðir Reynisson frá Almannavörnum. Þar munum við fara yfir stöðuna og samræma okkur sem ég held að sé mjög gott upp á framhaldið,“ segir Róbert Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×