Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær.
Jón Axel skoraði 17 stig, tók 6 fráköst og átti 2 stoðsendingar í 75-65 sigri gegn VCU. Þetta var síðasti leikur Davidson fyrir úrslitakeppni en liðið fer nú í úrslitakeppni A-10 deildarinnar í Brooklyn í New York, þar sem því er raðað í 7. sæti.
One final #CatsWin for our seniors at! #CatsAreWild
— Davidson Basketball (@DavidsonMBB) March 7, 2020
highlights pic.twitter.com/oyXmxOrvN6
„Það var frábært að spila fyrir framan þessa stuðningsmenn í síðasta sinn. Það er blessun og maður getur ekki beðið um meira,“ sagði Jón Axel eftir leik.
Jón Axel mun skilja við Davidson skólann sem einn af merkustu leikmönnum í sögu körfuboltaliðsins. Hann var valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðlinum í fyrra og er eini leikmaður í sögu Davidson sem náð hefur yfir 1.000 stigum, 500 fráköstum og 500 stoðsendingum. Í gær tók hann fram úr Dick Snyder sem 10. stigahæsti leikmaður í sögu skólans með 1.699 stig.
Late Run Lifts 'Cats Over VCU on Senior Night, 75-65#CatsWin#TCC#CatsAreWild
— Davidson Basketball (@DavidsonMBB) March 7, 2020
- https://t.co/AKupN0d8xN
- https://t.co/AJqz2wD1ow
- https://t.co/gIKO2rmDhl
- https://t.co/i0esWzLIJX
- https://t.co/0eQXIgTQPcpic.twitter.com/fSgkNOgH2d