Segir að heimsbyggðin megi ekki gefast upp fyrir kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 23:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). vísir/getty Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04
Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14