Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:44 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira