23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:00 Ísland mætti Englandi í fyrsta sinn í keppnisleik á EM í Frakklandi 2016. Getty/Marc Atkins Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir eru auðvitað með hugan við umspilið um laust sæti á EM og fram undan er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi sem við hjá Vísi erum að telja niður í. Íslensku strákarnir ná vonandi að tryggja sig inn á EM í sumar en í haust tekur síðan við Þjóðadeildin. Öll riðlakeppni Þjóðadeildarinnar 2020-21 fer fram frá september til nóvember 2020. Lokaúrslitin fara síðan fram í júní 2021. Þjóðunum í A-deildinni er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Vísir mun fylgjast vel með drættinum í dag og sýna beint frá honum. Ríkharð Guðnason mun hita upp fyrir dráttinn á Stöð 2 Sport og Vísi og fara líka yfir niðurstöðurnar eftir hann þar sem hann mun kalla eftir viðbrögðum frá íslenskum landsliðsmanni. Ísland er í fjórða og síðasta styrkleikaflokknum með hinum þjóðunum sem áttu líka að falla áður en var fjölgað úr tólf liðum í sextán lið. Hinar þjóðirnar í fjórða styrkleikaflokki eru Þýskaland, Króatía og Pólland. Það er því öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með þessum þremur þjóðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fer fram í dag. Klippa: Svona fer Þjóðadeildadrátturinn fram í dag Það er líka ljóst að riðill íslenska liðsins getur orðið mjög krefjandi. England og Ítalía eða Holland og Spánn. Liðin sem koma í íslenska riðilinn úr efstu tveimur styrkleikaflokknum geta bæði komið úr hópi bestu liða heims en við gætum líka lent í riðli með góðkunningjum okkar eins og Portúgal og Belgíu eða Sviss og Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkra möguleika á draumariðli, martraðarriðli og mögulega léttasta riðlinum í boði.Draumariðill England Ítalía Danmörk ÍslandErfiðasti riðillinn Holland Frakkland Úkraína ÍslandLéttasti riðillinn Sviss Ítalía Bosnía ÍslandStyrkleikaflokkarnir í A-deild: Fyrsti: Portúgal, Holland, England, Sviss Annar: Belgía, Frakkland Spánn, Ítalía Þriðji: Bosnía, Úkraína Danmörk, Svíþjóð Fjórði: Króatía, Pólland, Þýskaland, Ísland- Efsta riðil í hverjum riðli kemst í úrslitin en neðsta liðið fellur í B-deild.Leikdagar í Þjóðadeildinni 2020-21: 1. umferð: 3.–5. september 2020 2. umferð: 6.–8. september 2020 3. umferð: 8.–10. október 2020 4. umferð: 11.–13. október 2020 5. umferð: 12.–14. nóvember 2020 6. umferð: 15.–17. nóvember 2020 Úrslitin: 2., 3. og 6. júní 2021 Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir eru auðvitað með hugan við umspilið um laust sæti á EM og fram undan er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi sem við hjá Vísi erum að telja niður í. Íslensku strákarnir ná vonandi að tryggja sig inn á EM í sumar en í haust tekur síðan við Þjóðadeildin. Öll riðlakeppni Þjóðadeildarinnar 2020-21 fer fram frá september til nóvember 2020. Lokaúrslitin fara síðan fram í júní 2021. Þjóðunum í A-deildinni er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Vísir mun fylgjast vel með drættinum í dag og sýna beint frá honum. Ríkharð Guðnason mun hita upp fyrir dráttinn á Stöð 2 Sport og Vísi og fara líka yfir niðurstöðurnar eftir hann þar sem hann mun kalla eftir viðbrögðum frá íslenskum landsliðsmanni. Ísland er í fjórða og síðasta styrkleikaflokknum með hinum þjóðunum sem áttu líka að falla áður en var fjölgað úr tólf liðum í sextán lið. Hinar þjóðirnar í fjórða styrkleikaflokki eru Þýskaland, Króatía og Pólland. Það er því öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með þessum þremur þjóðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fer fram í dag. Klippa: Svona fer Þjóðadeildadrátturinn fram í dag Það er líka ljóst að riðill íslenska liðsins getur orðið mjög krefjandi. England og Ítalía eða Holland og Spánn. Liðin sem koma í íslenska riðilinn úr efstu tveimur styrkleikaflokknum geta bæði komið úr hópi bestu liða heims en við gætum líka lent í riðli með góðkunningjum okkar eins og Portúgal og Belgíu eða Sviss og Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkra möguleika á draumariðli, martraðarriðli og mögulega léttasta riðlinum í boði.Draumariðill England Ítalía Danmörk ÍslandErfiðasti riðillinn Holland Frakkland Úkraína ÍslandLéttasti riðillinn Sviss Ítalía Bosnía ÍslandStyrkleikaflokkarnir í A-deild: Fyrsti: Portúgal, Holland, England, Sviss Annar: Belgía, Frakkland Spánn, Ítalía Þriðji: Bosnía, Úkraína Danmörk, Svíþjóð Fjórði: Króatía, Pólland, Þýskaland, Ísland- Efsta riðil í hverjum riðli kemst í úrslitin en neðsta liðið fellur í B-deild.Leikdagar í Þjóðadeildinni 2020-21: 1. umferð: 3.–5. september 2020 2. umferð: 6.–8. september 2020 3. umferð: 8.–10. október 2020 4. umferð: 11.–13. október 2020 5. umferð: 12.–14. nóvember 2020 6. umferð: 15.–17. nóvember 2020 Úrslitin: 2., 3. og 6. júní 2021 Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira