23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:00 Ísland mætti Englandi í fyrsta sinn í keppnisleik á EM í Frakklandi 2016. Getty/Marc Atkins Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir eru auðvitað með hugan við umspilið um laust sæti á EM og fram undan er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi sem við hjá Vísi erum að telja niður í. Íslensku strákarnir ná vonandi að tryggja sig inn á EM í sumar en í haust tekur síðan við Þjóðadeildin. Öll riðlakeppni Þjóðadeildarinnar 2020-21 fer fram frá september til nóvember 2020. Lokaúrslitin fara síðan fram í júní 2021. Þjóðunum í A-deildinni er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Vísir mun fylgjast vel með drættinum í dag og sýna beint frá honum. Ríkharð Guðnason mun hita upp fyrir dráttinn á Stöð 2 Sport og Vísi og fara líka yfir niðurstöðurnar eftir hann þar sem hann mun kalla eftir viðbrögðum frá íslenskum landsliðsmanni. Ísland er í fjórða og síðasta styrkleikaflokknum með hinum þjóðunum sem áttu líka að falla áður en var fjölgað úr tólf liðum í sextán lið. Hinar þjóðirnar í fjórða styrkleikaflokki eru Þýskaland, Króatía og Pólland. Það er því öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með þessum þremur þjóðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fer fram í dag. Klippa: Svona fer Þjóðadeildadrátturinn fram í dag Það er líka ljóst að riðill íslenska liðsins getur orðið mjög krefjandi. England og Ítalía eða Holland og Spánn. Liðin sem koma í íslenska riðilinn úr efstu tveimur styrkleikaflokknum geta bæði komið úr hópi bestu liða heims en við gætum líka lent í riðli með góðkunningjum okkar eins og Portúgal og Belgíu eða Sviss og Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkra möguleika á draumariðli, martraðarriðli og mögulega léttasta riðlinum í boði.Draumariðill England Ítalía Danmörk ÍslandErfiðasti riðillinn Holland Frakkland Úkraína ÍslandLéttasti riðillinn Sviss Ítalía Bosnía ÍslandStyrkleikaflokkarnir í A-deild: Fyrsti: Portúgal, Holland, England, Sviss Annar: Belgía, Frakkland Spánn, Ítalía Þriðji: Bosnía, Úkraína Danmörk, Svíþjóð Fjórði: Króatía, Pólland, Þýskaland, Ísland- Efsta riðil í hverjum riðli kemst í úrslitin en neðsta liðið fellur í B-deild.Leikdagar í Þjóðadeildinni 2020-21: 1. umferð: 3.–5. september 2020 2. umferð: 6.–8. september 2020 3. umferð: 8.–10. október 2020 4. umferð: 11.–13. október 2020 5. umferð: 12.–14. nóvember 2020 6. umferð: 15.–17. nóvember 2020 Úrslitin: 2., 3. og 6. júní 2021 Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir eru auðvitað með hugan við umspilið um laust sæti á EM og fram undan er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi sem við hjá Vísi erum að telja niður í. Íslensku strákarnir ná vonandi að tryggja sig inn á EM í sumar en í haust tekur síðan við Þjóðadeildin. Öll riðlakeppni Þjóðadeildarinnar 2020-21 fer fram frá september til nóvember 2020. Lokaúrslitin fara síðan fram í júní 2021. Þjóðunum í A-deildinni er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Vísir mun fylgjast vel með drættinum í dag og sýna beint frá honum. Ríkharð Guðnason mun hita upp fyrir dráttinn á Stöð 2 Sport og Vísi og fara líka yfir niðurstöðurnar eftir hann þar sem hann mun kalla eftir viðbrögðum frá íslenskum landsliðsmanni. Ísland er í fjórða og síðasta styrkleikaflokknum með hinum þjóðunum sem áttu líka að falla áður en var fjölgað úr tólf liðum í sextán lið. Hinar þjóðirnar í fjórða styrkleikaflokki eru Þýskaland, Króatía og Pólland. Það er því öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með þessum þremur þjóðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fer fram í dag. Klippa: Svona fer Þjóðadeildadrátturinn fram í dag Það er líka ljóst að riðill íslenska liðsins getur orðið mjög krefjandi. England og Ítalía eða Holland og Spánn. Liðin sem koma í íslenska riðilinn úr efstu tveimur styrkleikaflokknum geta bæði komið úr hópi bestu liða heims en við gætum líka lent í riðli með góðkunningjum okkar eins og Portúgal og Belgíu eða Sviss og Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkra möguleika á draumariðli, martraðarriðli og mögulega léttasta riðlinum í boði.Draumariðill England Ítalía Danmörk ÍslandErfiðasti riðillinn Holland Frakkland Úkraína ÍslandLéttasti riðillinn Sviss Ítalía Bosnía ÍslandStyrkleikaflokkarnir í A-deild: Fyrsti: Portúgal, Holland, England, Sviss Annar: Belgía, Frakkland Spánn, Ítalía Þriðji: Bosnía, Úkraína Danmörk, Svíþjóð Fjórði: Króatía, Pólland, Þýskaland, Ísland- Efsta riðil í hverjum riðli kemst í úrslitin en neðsta liðið fellur í B-deild.Leikdagar í Þjóðadeildinni 2020-21: 1. umferð: 3.–5. september 2020 2. umferð: 6.–8. september 2020 3. umferð: 8.–10. október 2020 4. umferð: 11.–13. október 2020 5. umferð: 12.–14. nóvember 2020 6. umferð: 15.–17. nóvember 2020 Úrslitin: 2., 3. og 6. júní 2021 Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira