Vonar að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir vonar að fljótlega verði hægt að draga úr hömlum sem nú eru í gildi innanlands, í ljósi þess að vel hafi gengið að ná böndum á faraldurinn. Tveir greindust innanlands í gær og alls eru nú 117 í einangrun og fækkar milli daga. 439 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. „Við þurfum að gæta áfram vel að öllum varúðarráðstöfunum hér innanlands og vonandi tekst okkur að ná bara mjög góðum tökum þannig að við getum fljótlega farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Hann ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. „Einhverjir hafa túlkað orð mín svo undanfarið að ég teldi að nákvæmlega þessar aðgerðir sem nú eru í gangi þurfi að vera í einhverja mánuði eða ár. En það er ekki það sem ég hef sagt, heldur að það þurfi að vera einhvers konar takmarkanir og einhvers konar aðgerðir á landamærunum en eins og annað sem við erum að gera þá þarf það að vera í sífelldri endurskoðun,“ segir Þórólfur. Stefnt er að því að koma á kerfi til að stuðla að auknum fyrirsjáanleika. „Við erum að skoða ýmsar leiðir í því og til dæmis það að útbúa einhvers konar stigskiptingu ástands á hverjum tíma. Ekki bara þessi almannavarnastig heldur að innan hvers stigs getum við notað litakóða. Svipað kannski eins og við þekkjum með veðrið, þar sem eru gefnar út viðvaranir, jafnvel bundnar við ákveðna landshluta eftir ástandi á hverjum tíma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Sóttvarnalæknir vonar að fljótlega verði hægt að draga úr hömlum sem nú eru í gildi innanlands, í ljósi þess að vel hafi gengið að ná böndum á faraldurinn. Tveir greindust innanlands í gær og alls eru nú 117 í einangrun og fækkar milli daga. 439 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. „Við þurfum að gæta áfram vel að öllum varúðarráðstöfunum hér innanlands og vonandi tekst okkur að ná bara mjög góðum tökum þannig að við getum fljótlega farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Hann ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. „Einhverjir hafa túlkað orð mín svo undanfarið að ég teldi að nákvæmlega þessar aðgerðir sem nú eru í gangi þurfi að vera í einhverja mánuði eða ár. En það er ekki það sem ég hef sagt, heldur að það þurfi að vera einhvers konar takmarkanir og einhvers konar aðgerðir á landamærunum en eins og annað sem við erum að gera þá þarf það að vera í sífelldri endurskoðun,“ segir Þórólfur. Stefnt er að því að koma á kerfi til að stuðla að auknum fyrirsjáanleika. „Við erum að skoða ýmsar leiðir í því og til dæmis það að útbúa einhvers konar stigskiptingu ástands á hverjum tíma. Ekki bara þessi almannavarnastig heldur að innan hvers stigs getum við notað litakóða. Svipað kannski eins og við þekkjum með veðrið, þar sem eru gefnar út viðvaranir, jafnvel bundnar við ákveðna landshluta eftir ástandi á hverjum tíma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira