Af hverju er leyft að veiða dýr í hættu? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. ágúst 2020 09:00 Sem þingmaður tala ég ekki eingöngu um verðbólgu og vexti. Ég tala einnig um dýr, og ekki síst um dýravernd. Ég hef látið mig varða velferð villikatta, upplýst þjóðina um blóðmerahald hrossa og vakið athygli á umfangsmiklum veiðum á eina raunverulega landnema Íslands, íslenska refnum en um 6-7.000 refir eru drepnir árlega. Núverandi ríkisstjórn er ein af þeim fáum í heiminum sem leyfa veiðar á næststærsta dýri jarðar en langreyður er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. Þessi sömu stjórnvöld eru að skoða hvort heimila eigi veiðar á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi enda hefur honum fækkað um 80%. 15 fuglategundir eru bæði á válista og á veiðilistum Í vikunni barst mér svar frá umhverfisráðherra við skriflegri fyrirspurn minni um veiðar á fuglum á „válistum“. Þar kemur fram að umhverfisráðherra leyfir veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válista yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu. Þar með talið á krummanum sem hefur fækkað mikið en um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó drepa hrafn allt árið sem verður að teljast mjög gagnrýnisvert í ljósi þess að hann er á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en samt voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Af hverju finnst þessum stjórnvöldum eðlilegt að heimila veiðar á dýrum á válistum? Hvar er hið græna og sjálfbæra í því? Umhverfisvernd á ekki aðeins að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sem þingmaður tala ég ekki eingöngu um verðbólgu og vexti. Ég tala einnig um dýr, og ekki síst um dýravernd. Ég hef látið mig varða velferð villikatta, upplýst þjóðina um blóðmerahald hrossa og vakið athygli á umfangsmiklum veiðum á eina raunverulega landnema Íslands, íslenska refnum en um 6-7.000 refir eru drepnir árlega. Núverandi ríkisstjórn er ein af þeim fáum í heiminum sem leyfa veiðar á næststærsta dýri jarðar en langreyður er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. Þessi sömu stjórnvöld eru að skoða hvort heimila eigi veiðar á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi enda hefur honum fækkað um 80%. 15 fuglategundir eru bæði á válista og á veiðilistum Í vikunni barst mér svar frá umhverfisráðherra við skriflegri fyrirspurn minni um veiðar á fuglum á „válistum“. Þar kemur fram að umhverfisráðherra leyfir veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válista yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu. Þar með talið á krummanum sem hefur fækkað mikið en um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó drepa hrafn allt árið sem verður að teljast mjög gagnrýnisvert í ljósi þess að hann er á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en samt voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Af hverju finnst þessum stjórnvöldum eðlilegt að heimila veiðar á dýrum á válistum? Hvar er hið græna og sjálfbæra í því? Umhverfisvernd á ekki aðeins að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun