Körfubolti

Sá kvikmyndin Space Jam fyrir ástandið í NBA?

Ísak Hallmundarson skrifar
Fígúrur úr kvikmyndinni Space Jam
Fígúrur úr kvikmyndinni Space Jam vísir/getty
NBA-deildin hefur frestað yfirstandandi tímabili eftir að leikmaður í deildinni greindist með Kórónuveiruna. Aðdáendur deildarinnar hafa komið auga á tengsl milli núverandi aðstæðna og einni frægustu körfuboltamynd allra tíma.

Aðdáendur NBA voru fljótir að átta sig á því að deildinni var frestað nákvæmlega 23 árum eftir að kvikmyndin ,,Space Jam kom út á VHS og DVD, þann 11. mars 1997.



 

Atburðir í myndinni eru um margt líkir atburðum þessarar viku.



,,Eftir samtal við eigendur liða í deildinni, hef ég ákveðið að það verði ekki spilaður meiri körfubolti á þessu tímabili þar til við getum tryggt heilbrigði og öryggi leikmanna okkar, segir persóna framkvæmdastjóra NBA-deildarinnar á einum tímapunkti í myndinni.

Í myndinni stela geimverur hæfileikum bestu leikmanna NBA á þessum tíma. Leikmennirnir halda að þeir hafi fengið einhverskonar veiru þar til Michael Jordan færir þeim hæfileika sína aftur með því að vinna geimverurnar í körfuboltaleik.

Ólíkt því sem gerðist í Space Jam, er enginn Michael Jordan sem getur bjargað leikmönnum frá Kórónuveirunni í dag.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×