Einni bestu körfuboltakonu heims að takast að hjálpa saklausum manni út úr fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 14:00 Maya Moore fórnaði tveimur árum af körfuboltaferli sínum. Getty/ Leon Bennett WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu. Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI — Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið. Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison. On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e — SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020 Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn. Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020 NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu. Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI — Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið. Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison. On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e — SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020 Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn. Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira