Einni bestu körfuboltakonu heims að takast að hjálpa saklausum manni út úr fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 14:00 Maya Moore fórnaði tveimur árum af körfuboltaferli sínum. Getty/ Leon Bennett WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu. Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI — Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið. Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison. On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e — SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020 Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn. Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Sjá meira
WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu. Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI — Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið. Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison. On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e — SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020 Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn. Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Sjá meira