Topplið NBA deildarinnar tapar hverjum leiknum á fætur öðrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:30 Það var gaman hjá Jamal Murray, Jerami Grant og félögum þeirra í Denver Nuggets í nótt. Getty/Jamie Schwaberow Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.@BeMore27 (21 PTS) and @Paulmillsap4 (20 PTS, 10 REB) power the @nuggets to the home W. pic.twitter.com/sOpyRKLsZw — NBA (@NBA) March 10, 2020 Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar. Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.@TheTraeYoung and @jcollins20_ go off in the @ATLHawks 2OT win! Trae: 31 PTS | 16 AST | 6 3PM Collins: 28 PTS | 11 REB | 12-13 FGM pic.twitter.com/rrTgMV7Lqq — NBA (@NBA) March 10, 2020 Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik. Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95 Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138Spicy P stuffs the stat sheet! @pskills43 tallies 27 PTS, 11 REB, 8 AST (career-high) in the @Raptors road win. pic.twitter.com/uZsFKuLyCN — NBA (@NBA) March 10, 2020The updated NBA standings through Monday’s action. pic.twitter.com/r8BJCHlHz4 — NBA (@NBA) March 10, 2020 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Sjá meira
Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.@BeMore27 (21 PTS) and @Paulmillsap4 (20 PTS, 10 REB) power the @nuggets to the home W. pic.twitter.com/sOpyRKLsZw — NBA (@NBA) March 10, 2020 Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar. Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.@TheTraeYoung and @jcollins20_ go off in the @ATLHawks 2OT win! Trae: 31 PTS | 16 AST | 6 3PM Collins: 28 PTS | 11 REB | 12-13 FGM pic.twitter.com/rrTgMV7Lqq — NBA (@NBA) March 10, 2020 Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik. Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95 Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138Spicy P stuffs the stat sheet! @pskills43 tallies 27 PTS, 11 REB, 8 AST (career-high) in the @Raptors road win. pic.twitter.com/uZsFKuLyCN — NBA (@NBA) March 10, 2020The updated NBA standings through Monday’s action. pic.twitter.com/r8BJCHlHz4 — NBA (@NBA) March 10, 2020
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Sjá meira