Dominos Körfuboltakvöld: Þegar Einar Bolla færði Jordan lopapeysu Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2020 11:15 Einar Bollason og Michael Jordan. Vísir/Skjáskot Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þó enginn körfubolti sé spilaður um þessar mundir. Þátturinn var með öðru sniði þar sem rifjað var upp fyrstu ár NBA körfuboltans í íslensku sjónvarpi. Heimir Karlsson og Einar Bollason sáu um umfjöllunina í kjölfar þess að Stöð 2 keypti sýningarréttinn af NBA körfuboltanum árið 1987 og er óhætt að segja að sannkallað NBA æði hafi gripið um sig á Íslandi í kjölfarið. Heimir og Einar voru gestir Kjartans Atla í gær ásamt Valtý Birni Valtýssyni sem tók við af Heimi nokkrum árum síðar. Í þættinum var rifjaður upp þáttur sem tekinn var upp sem ferðasaga árið 1988 þegar Heimir og Einar heimsóttu Chicago borg og sáu þar Chicago Bulls leika gegn Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs en á meðal leikmanna Spurs á þessum tíma var Íslendingurinn Pétur Guðmundsson. Aðgengi þeirra Heimis og Einars að liðunum var hreint út sagt ótrúlegt þar sem þeir spígsporuðu um búningsklefa liðanna og tóku viðtöl við skærustu stjörnur liðanna og það voru engin smástirni. Michael nokkur Jordan var þarna búinn að skapa sér nafn í NBA deildinni og nálgaðist óðum hátind sinn en hann átti siðar eftir að skapa sér sess sem einn allra besti íþróttamaður sögunnar. Jordan gaf sér góðan tíma til að ræða við Heimi og Einar og fékk að endingu glæsilega lopapeysu að gjöf frá Einari. Viðtalið við Jordan var á meðal þess sem rifjað var upp í Körfuboltakvöldi í gær eins og sjá má í innslaginu hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Lopapeysa Michael Jordan Körfuboltakvöld Körfubolti NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þó enginn körfubolti sé spilaður um þessar mundir. Þátturinn var með öðru sniði þar sem rifjað var upp fyrstu ár NBA körfuboltans í íslensku sjónvarpi. Heimir Karlsson og Einar Bollason sáu um umfjöllunina í kjölfar þess að Stöð 2 keypti sýningarréttinn af NBA körfuboltanum árið 1987 og er óhætt að segja að sannkallað NBA æði hafi gripið um sig á Íslandi í kjölfarið. Heimir og Einar voru gestir Kjartans Atla í gær ásamt Valtý Birni Valtýssyni sem tók við af Heimi nokkrum árum síðar. Í þættinum var rifjaður upp þáttur sem tekinn var upp sem ferðasaga árið 1988 þegar Heimir og Einar heimsóttu Chicago borg og sáu þar Chicago Bulls leika gegn Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs en á meðal leikmanna Spurs á þessum tíma var Íslendingurinn Pétur Guðmundsson. Aðgengi þeirra Heimis og Einars að liðunum var hreint út sagt ótrúlegt þar sem þeir spígsporuðu um búningsklefa liðanna og tóku viðtöl við skærustu stjörnur liðanna og það voru engin smástirni. Michael nokkur Jordan var þarna búinn að skapa sér nafn í NBA deildinni og nálgaðist óðum hátind sinn en hann átti siðar eftir að skapa sér sess sem einn allra besti íþróttamaður sögunnar. Jordan gaf sér góðan tíma til að ræða við Heimi og Einar og fékk að endingu glæsilega lopapeysu að gjöf frá Einari. Viðtalið við Jordan var á meðal þess sem rifjað var upp í Körfuboltakvöldi í gær eins og sjá má í innslaginu hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Lopapeysa Michael Jordan
Körfuboltakvöld Körfubolti NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira