Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla. Í fréttinni má sjá mörkin þrjú sem voru skoruð ásamt rauða spjaldinu sem Grótta fékk.
Hér að ofan má sjá sigurmark Breiðabliks en það gerði danski framherjinn Thomas Mikkelsen úr vítaspyrnu. Mikkelsen hafði klúðrað víti í fyrri hálfleik en Hákon Rafn Valdimarsson varði þá frábærlega í marki Gróttu.
Lokatölur 1-0 en Grótta var manni færri allan síðari hálfleik eftir að Kristófer Melsteð fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að stöðva skyndisókn þar sem Gísli Eyjólfsson var við það að sleppa í gegn.
Fylkir og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Lautinni í Árbænum. Hér að neðan má sjá bæði mörkin úr leik liðanna.
Hér að neðan má sjá umfjallanir Vísis um báða leikina sem og viðtöl við Óskar Hrafn Þorvaldsson [þjálfar Breiðabliks] og Ólaf Stígsson [þjálfara Fylkis].