Systir Trump segir ekki hægt að treysta honum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 08:00 „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði systir Trump. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ AP/Andrew Harnik Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“ Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira