Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 12:05 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. EPA Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar eigi hann von á staðbundnum hópsmitum. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti – þar á meðal Belgíu, Bretlandi og Spáni. Smitum og dauðsföllum hefur fækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu, en nú þegar samfélagið fer á fullt á ný að loknum sumarfríum hafa margir óttast að tilfellum kunni að fjölga á ný. „Við teljum ekki að við munum fá þessa hefðbundnu seinni bylgju, líkt og í inflúensufaraldri þar sem maður fær aftur viðtækt smit í samfélaginu,“ sagði Tegnell í samtali við TV4. „Þessi sjúkdómur virðist haga sér á annan máta. Smitið er óreglulegra, svo að líkur eru meiri á að við munum sjá – líkt og við sjáum víða í Evrópu – smit á ákveðnum stöðum, á vinnustaðnum og sambærilegu umhverfi, nú að hausti.“ Alls hafa nærri sex þúsund manns látið lífið af völdum Covid-19 í Svíþjóð. Hafa mikill fjöldi fólks látist á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Tegnell segir að menn eigi alltaf að hafa varann á þegar kemur að þessum sjúkdómi þar sem hann valdi ítrekað meiri usla og sé mjög óútreiknanlegur. „En að við myndum aftur sjá viðlíka ástand og í vor – við sjáum það ekki gerast,“ segir Tegnell. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar eigi hann von á staðbundnum hópsmitum. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti – þar á meðal Belgíu, Bretlandi og Spáni. Smitum og dauðsföllum hefur fækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu, en nú þegar samfélagið fer á fullt á ný að loknum sumarfríum hafa margir óttast að tilfellum kunni að fjölga á ný. „Við teljum ekki að við munum fá þessa hefðbundnu seinni bylgju, líkt og í inflúensufaraldri þar sem maður fær aftur viðtækt smit í samfélaginu,“ sagði Tegnell í samtali við TV4. „Þessi sjúkdómur virðist haga sér á annan máta. Smitið er óreglulegra, svo að líkur eru meiri á að við munum sjá – líkt og við sjáum víða í Evrópu – smit á ákveðnum stöðum, á vinnustaðnum og sambærilegu umhverfi, nú að hausti.“ Alls hafa nærri sex þúsund manns látið lífið af völdum Covid-19 í Svíþjóð. Hafa mikill fjöldi fólks látist á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Tegnell segir að menn eigi alltaf að hafa varann á þegar kemur að þessum sjúkdómi þar sem hann valdi ítrekað meiri usla og sé mjög óútreiknanlegur. „En að við myndum aftur sjá viðlíka ástand og í vor – við sjáum það ekki gerast,“ segir Tegnell.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira