Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur R. 3-1 | Valur afgreiddi nýliðana Þór Símon Hafþórsson skrifar 24. ágúst 2020 22:20 Elín Metta Jensen er markahæst hjá Val í sumar. VÍSIR/DANÍEL Valur fékk lið Þróttar í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta og uppskar mikilvægan 3-1 sigur. Leikurinn byrjaði þó brösulega fyrir Val en Þróttarar beittu hárri pressu og náðu að skapa sér nokkur ágætis færi áður en Valur fann taktinn. Elín Metta skoraði fyrsta mark Vals á 21. mínútu eftir að hafa fiskað sjálf vítaspyrnu en Agnes Þóra í marki Þróttar braut þá á henni er Elín var við það að komast framhjá henni. Elín steig sjálf upp á vítapunktinn og sem fyrr segir fann netið örugglega. Arna Eiríksdóttir skoraði svo annað mark Vals með skalla eftir hornspyrnu og staðan 2-0 í hálfleik. Valur var með leikinn í sínum höndum í þeim seinni og stefndu á að sigla stigunum þremur þægilega heim. Hlín Eiríksdóttir bætti svo við þriðja markinu á 73. mínútu, einnig úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Hlín var varla búin að fagna markinu sínu er hún gerði sig sek um hræðileg mistök þegar hún sendi hrikalega sendingu sem ég get bara giskað að átti að fara á Söndru í marki Vals en fór þess í stað beint á Mary Alice sem skoraði ein á móti markmanni. En lokatölur voru 3-1 sem verða að teljast sem virkilega góð úrslit í ljósi þess að toppliðið Breiðablik og helsti keppinautur Vals um Íslandsmeistaratitilinn misstigu sig í 2-1 tapi gegn Selfyssingum. Mótið er því núna aftur galopið sem er fagnaðarefni fyrir alla þá sem halda ekki með Breiðablik að minnsta kosti. Afhverju vann Valur? Gæðin í liði Vals voru einfaldlega meiri en hjá Þrótturum sem lögðu allt sitt í þennan leik. Valur átti auðveldara með að skapa sér færi og hefði á betri degi getað skorað nokkur í viðbót. Þróttur átti reyndar líka nokkur fín færi en Valur átti fleiri og betri og áttu sigurinn sinn fyllilega skilið. Hvað gekk illa? Þróttarar geta horft aftur á nokkur skipti þar sem liðið komst í mjög fína stöðu á þriðja vallarhelmingi en tóku kolrangar ákvarðanir áður en sóknin fjaraði algjörlega út. Annars fannst mér bæði lið eiga bara hin fínasta leik og engin skömm fyrir Þróttara að gefa allt sitt í leikinn en tapa gegn einfaldlega betra liði. Bestu menn vallarins? Elín Metta var mjög beitt í sókninni en hefði mátt nýta þau fjölmörgu færi sem hún fékk betur. Hlín Eiríksdóttir var virkilega góð en gaf svo klaufalegt mark í restina. Gunnhildur Yrsa var frábær á miðjunni hjá Val sem og Hallbera í bakverðinum. Mary Alice Vignola var virkilega beitt hjá Þrótt og er augljóslega hörku leikmaður en hafði takmörkuð tækifæri til að láta sitt ljós skína. Hvað gerist næst? Valur mætir Þór/KA á Akureyri og Þróttur á heimaleik gegn Fylki. Eiður Benedikt: Tap Blika gefur okkur byr undir báða vængi„Það er gott að vinna. Við viljum halda hreinu en við vorum að mæta góðu liði Þróttara sem eru að berjast fyrir lífinu sínu með hörku leikmenn og gott skipulag. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson, einn af þjálfurum Vals eftir 3-1 sigur á Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Breiðablik tapaði sínum fyrstu stigum á sama tíma og Valur vann sem þýðir að munurinn á liðunum er nú aðeins tvö stig. „Allir sigrar eru mikilvægir en við vissum alveg að Breiðablik myndu aldrei vinna alla leikina sína og að við þurftum bara að hugsa um okkur,“ sagði Eiður og hélt áfram. „Ég held hinsvegar að núna í framhaldinu verðum við aðeins ferskari og höfum aðeins meiri trú á þessu núna því það leit ekki út fyrir að Breiðablik ætlaði að misstíga sig. En það að þau fengu á sig tvö mörk og misstu nokkur stig ætti að gefa okkur byr undir báða vængi,“ sagði Eiður, ánægður með stigin þrjú. „Þegar það eru 14 dagar á milli leikja þá tekur það svolítið flæðið úr okkar leik.“ Nik Chamberlain, er þjálfari meistaraflokks Þróttar.Mynd/Þróttur Nik Anthony vonsvikin með dómarana: „Þurfa bara að fara í jörðina og öskra“ „Ég er mjög stolltur af stelpunum. Þær lögðu sig alla fram og börðust af krafti og þetta var í raun bara 50-50 leikur að stærstum hluta,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 3-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Nik Anthony var þó ekki jafn ánægður með dómara tríóið og vandaði þeim ekki kveðjuna. „Það voru margar hræðilegar ákvarðanir hjá dómurunum í dag. Í hvert sinn sem þær féllu niður þá fengu þær aukaspyrnu. Stundum liðu jafnvel 2-3 sekúndur þangað til hann blés í flautuna þannig ég var mjög vonsvikin með frammistöðu dómarana í kvöld,“ sagði Nik og hélt áfram. „Þær þurftu bara að fara í jörðina og öskra og hann keypti það alltaf. Í fyrsta markinu sem dæmi var sparkað tvisvar í hælin á Morgan en einhvernvegin er dæmt á okkur. Boltinn fer á hin enda vallarsins og þær fá vítaspyrnu,“ sagði Nik og segist ekki hafa upplifað annað eins áður. „Þetta drap taktinn í leiknum. 50/50 og lykil ákvarðanir féllu alltaf með þeim. Ég vil samt ekki taka neitt frá Val og þær áttu líklegast sigurinn skilið heilt yfir,“ sagði Nik og segir fulla ástæðu til bjartsýni fyrir fallbaráttuna sem framundan er hjá Þrótt. „Við verðum að halda áfram að spila eins og við gerðum í dag. Við verðum að bæta okkur í ákvörðunartökur þegar við komumst á síðasta þriðjung vallarsins en með svona baráttu og kraft þá eigum við að geta haldið okkur í deildinni.“ Hallbera Guðný Gísladóttir í leik með Val.vísir/bára Hallbera: Hann getur verið feginn að klára leikinn með 11 leikmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrirliði Vals, var ánægð með sigurinn í leikslok og sagði Val hafa fundið taktinn eftir brösulega byrjun fyrsta korterið. „Við byrjuðum ekki sérstaklega vel. Þær komumst full auðveldlega í gegnum pressuna og Sandra í markinu gerði vel í að halda okkur í leiknum fyrsta korterið. En eftir að við settum fyrsta markið á okkur þá fannst mér þetta aldrei vera spurning,“ sagði Hallbera en sigurinn í dag og tap Breiðabliks gegn Selfyssingum þýðir að aðeins tvö stig skilja nú á milli Vals og Breiðabliks sem situr á toppi deildarinnar. Þetta var fyrstu stigin sem Breiðablik töpuðu og fyrstu mörkin sem liðið fékk á sig í sumar. „Við vorum farnar að horfa of mikið á hvað Blikar voru að gera og ákváðum að taka þann pól í hæðina að einbeita að okkar leik. Þetta var ein umferð og hún spilaðist vel fyrir okkur en það eru fullt af stigum eftir í pottinum,“ sagði Hallbera. Aðspurð um ummæli Nik Anthony, þjálfara Þróttar, um dómgæslu leiksins gaf Hallbera lítið fyrir það. Sérstaklega eftir að Elísbet Freyja virtist sparka viljandi í Hallberu á 78. mínútu en af einhverjum ástæðum sá dómarinn enga ástæðu til að sýna henni rauða spjaldið. „Hún átti að fá rautt spjald. Hún setti sólann í lærið á mér þegar hún er dottin þannig ég held að hann [Nik Anthony] geti bara verið fegin að hafa klárað leikinn með 11 menn inn á,“ sagði Hallbera og hélt áfram. „Ef þetta lið ætlar að spila hart þá þurfa þær að geta tekið því að það sé spilað hart á móti. Dómarinn dæmdi bara eins fyrir bæði lið.“ Valur Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna
Valur fékk lið Þróttar í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta og uppskar mikilvægan 3-1 sigur. Leikurinn byrjaði þó brösulega fyrir Val en Þróttarar beittu hárri pressu og náðu að skapa sér nokkur ágætis færi áður en Valur fann taktinn. Elín Metta skoraði fyrsta mark Vals á 21. mínútu eftir að hafa fiskað sjálf vítaspyrnu en Agnes Þóra í marki Þróttar braut þá á henni er Elín var við það að komast framhjá henni. Elín steig sjálf upp á vítapunktinn og sem fyrr segir fann netið örugglega. Arna Eiríksdóttir skoraði svo annað mark Vals með skalla eftir hornspyrnu og staðan 2-0 í hálfleik. Valur var með leikinn í sínum höndum í þeim seinni og stefndu á að sigla stigunum þremur þægilega heim. Hlín Eiríksdóttir bætti svo við þriðja markinu á 73. mínútu, einnig úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Hlín var varla búin að fagna markinu sínu er hún gerði sig sek um hræðileg mistök þegar hún sendi hrikalega sendingu sem ég get bara giskað að átti að fara á Söndru í marki Vals en fór þess í stað beint á Mary Alice sem skoraði ein á móti markmanni. En lokatölur voru 3-1 sem verða að teljast sem virkilega góð úrslit í ljósi þess að toppliðið Breiðablik og helsti keppinautur Vals um Íslandsmeistaratitilinn misstigu sig í 2-1 tapi gegn Selfyssingum. Mótið er því núna aftur galopið sem er fagnaðarefni fyrir alla þá sem halda ekki með Breiðablik að minnsta kosti. Afhverju vann Valur? Gæðin í liði Vals voru einfaldlega meiri en hjá Þrótturum sem lögðu allt sitt í þennan leik. Valur átti auðveldara með að skapa sér færi og hefði á betri degi getað skorað nokkur í viðbót. Þróttur átti reyndar líka nokkur fín færi en Valur átti fleiri og betri og áttu sigurinn sinn fyllilega skilið. Hvað gekk illa? Þróttarar geta horft aftur á nokkur skipti þar sem liðið komst í mjög fína stöðu á þriðja vallarhelmingi en tóku kolrangar ákvarðanir áður en sóknin fjaraði algjörlega út. Annars fannst mér bæði lið eiga bara hin fínasta leik og engin skömm fyrir Þróttara að gefa allt sitt í leikinn en tapa gegn einfaldlega betra liði. Bestu menn vallarins? Elín Metta var mjög beitt í sókninni en hefði mátt nýta þau fjölmörgu færi sem hún fékk betur. Hlín Eiríksdóttir var virkilega góð en gaf svo klaufalegt mark í restina. Gunnhildur Yrsa var frábær á miðjunni hjá Val sem og Hallbera í bakverðinum. Mary Alice Vignola var virkilega beitt hjá Þrótt og er augljóslega hörku leikmaður en hafði takmörkuð tækifæri til að láta sitt ljós skína. Hvað gerist næst? Valur mætir Þór/KA á Akureyri og Þróttur á heimaleik gegn Fylki. Eiður Benedikt: Tap Blika gefur okkur byr undir báða vængi„Það er gott að vinna. Við viljum halda hreinu en við vorum að mæta góðu liði Þróttara sem eru að berjast fyrir lífinu sínu með hörku leikmenn og gott skipulag. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson, einn af þjálfurum Vals eftir 3-1 sigur á Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Breiðablik tapaði sínum fyrstu stigum á sama tíma og Valur vann sem þýðir að munurinn á liðunum er nú aðeins tvö stig. „Allir sigrar eru mikilvægir en við vissum alveg að Breiðablik myndu aldrei vinna alla leikina sína og að við þurftum bara að hugsa um okkur,“ sagði Eiður og hélt áfram. „Ég held hinsvegar að núna í framhaldinu verðum við aðeins ferskari og höfum aðeins meiri trú á þessu núna því það leit ekki út fyrir að Breiðablik ætlaði að misstíga sig. En það að þau fengu á sig tvö mörk og misstu nokkur stig ætti að gefa okkur byr undir báða vængi,“ sagði Eiður, ánægður með stigin þrjú. „Þegar það eru 14 dagar á milli leikja þá tekur það svolítið flæðið úr okkar leik.“ Nik Chamberlain, er þjálfari meistaraflokks Þróttar.Mynd/Þróttur Nik Anthony vonsvikin með dómarana: „Þurfa bara að fara í jörðina og öskra“ „Ég er mjög stolltur af stelpunum. Þær lögðu sig alla fram og börðust af krafti og þetta var í raun bara 50-50 leikur að stærstum hluta,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 3-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Nik Anthony var þó ekki jafn ánægður með dómara tríóið og vandaði þeim ekki kveðjuna. „Það voru margar hræðilegar ákvarðanir hjá dómurunum í dag. Í hvert sinn sem þær féllu niður þá fengu þær aukaspyrnu. Stundum liðu jafnvel 2-3 sekúndur þangað til hann blés í flautuna þannig ég var mjög vonsvikin með frammistöðu dómarana í kvöld,“ sagði Nik og hélt áfram. „Þær þurftu bara að fara í jörðina og öskra og hann keypti það alltaf. Í fyrsta markinu sem dæmi var sparkað tvisvar í hælin á Morgan en einhvernvegin er dæmt á okkur. Boltinn fer á hin enda vallarsins og þær fá vítaspyrnu,“ sagði Nik og segist ekki hafa upplifað annað eins áður. „Þetta drap taktinn í leiknum. 50/50 og lykil ákvarðanir féllu alltaf með þeim. Ég vil samt ekki taka neitt frá Val og þær áttu líklegast sigurinn skilið heilt yfir,“ sagði Nik og segir fulla ástæðu til bjartsýni fyrir fallbaráttuna sem framundan er hjá Þrótt. „Við verðum að halda áfram að spila eins og við gerðum í dag. Við verðum að bæta okkur í ákvörðunartökur þegar við komumst á síðasta þriðjung vallarsins en með svona baráttu og kraft þá eigum við að geta haldið okkur í deildinni.“ Hallbera Guðný Gísladóttir í leik með Val.vísir/bára Hallbera: Hann getur verið feginn að klára leikinn með 11 leikmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrirliði Vals, var ánægð með sigurinn í leikslok og sagði Val hafa fundið taktinn eftir brösulega byrjun fyrsta korterið. „Við byrjuðum ekki sérstaklega vel. Þær komumst full auðveldlega í gegnum pressuna og Sandra í markinu gerði vel í að halda okkur í leiknum fyrsta korterið. En eftir að við settum fyrsta markið á okkur þá fannst mér þetta aldrei vera spurning,“ sagði Hallbera en sigurinn í dag og tap Breiðabliks gegn Selfyssingum þýðir að aðeins tvö stig skilja nú á milli Vals og Breiðabliks sem situr á toppi deildarinnar. Þetta var fyrstu stigin sem Breiðablik töpuðu og fyrstu mörkin sem liðið fékk á sig í sumar. „Við vorum farnar að horfa of mikið á hvað Blikar voru að gera og ákváðum að taka þann pól í hæðina að einbeita að okkar leik. Þetta var ein umferð og hún spilaðist vel fyrir okkur en það eru fullt af stigum eftir í pottinum,“ sagði Hallbera. Aðspurð um ummæli Nik Anthony, þjálfara Þróttar, um dómgæslu leiksins gaf Hallbera lítið fyrir það. Sérstaklega eftir að Elísbet Freyja virtist sparka viljandi í Hallberu á 78. mínútu en af einhverjum ástæðum sá dómarinn enga ástæðu til að sýna henni rauða spjaldið. „Hún átti að fá rautt spjald. Hún setti sólann í lærið á mér þegar hún er dottin þannig ég held að hann [Nik Anthony] geti bara verið fegin að hafa klárað leikinn með 11 menn inn á,“ sagði Hallbera og hélt áfram. „Ef þetta lið ætlar að spila hart þá þurfa þær að geta tekið því að það sé spilað hart á móti. Dómarinn dæmdi bara eins fyrir bæði lið.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti