Breiðholt - hverfisskipulag í þágu íbúa Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2020 07:30 Íbúar Breiðholts eru lánsamir að búa í öðru hverfi í borginni, á eftir Árbænum, til fá staðbundið skipulag fyrir nærsamfélag sitt, svokallað hverfisskipulag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin ætli að hækka þök á fjölbýlishúsum í Breiðholti og byggja hús á bílastæðum við sundlaugina. Svo er ekki. Einungis er verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Borgin ætlar ekki að byggja ofan á fjölbýlishús en hinsvegar er íbúum gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Seinna markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Aldrei í sögu borgarinnar hefur jafn mikið og ítarlegt samráð verið haft við íbúa og hagsmunasamtök eins og við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. í Breiðholti fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utanum hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu Hverfisskipulag Breiðholtsbúa er í kynningarferli þar sem gengið verður um hverfið nokkur kvöld í röð. Fyrsta ferðin verður farin þriðjudagskvöldið 25.8.2020 við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og sú næsta miðvikudaginn 26.8, þar sem verður gengið um Seljahverfið frá Seljakirkju. Síðasta gangan verður farin fimmtudaginn 27.8 þar sem gengið verður frá Markúsartorgi við Gerðuberg. Göngurnar hefjast allar kl.19:30 og eru allir íbúar hvattir til að koma í göngu um hverfið sitt og fá kynningu á hverfisskipulaginu í sínu nærumhverfi. Fyrir þá sem ekki komast í göngurnar verður haldinn opinn streymisfundur mánudaginn 31.8. Í kjölfarið opnast formlegt umsagnaferli með auglýsingu og þar sem öllum íbúum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við skipulagið. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir Breiðhyltinga og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, kíkja í göngurnar, líta við í Mjódd í vikunni á kynningu og koma athugasemdum á framfæri. Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts, varaborgarfulltrúi Samfylkingar í skipulagi og samgöngusviði og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Íbúar Breiðholts eru lánsamir að búa í öðru hverfi í borginni, á eftir Árbænum, til fá staðbundið skipulag fyrir nærsamfélag sitt, svokallað hverfisskipulag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin ætli að hækka þök á fjölbýlishúsum í Breiðholti og byggja hús á bílastæðum við sundlaugina. Svo er ekki. Einungis er verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Borgin ætlar ekki að byggja ofan á fjölbýlishús en hinsvegar er íbúum gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Seinna markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Aldrei í sögu borgarinnar hefur jafn mikið og ítarlegt samráð verið haft við íbúa og hagsmunasamtök eins og við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. í Breiðholti fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utanum hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu Hverfisskipulag Breiðholtsbúa er í kynningarferli þar sem gengið verður um hverfið nokkur kvöld í röð. Fyrsta ferðin verður farin þriðjudagskvöldið 25.8.2020 við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og sú næsta miðvikudaginn 26.8, þar sem verður gengið um Seljahverfið frá Seljakirkju. Síðasta gangan verður farin fimmtudaginn 27.8 þar sem gengið verður frá Markúsartorgi við Gerðuberg. Göngurnar hefjast allar kl.19:30 og eru allir íbúar hvattir til að koma í göngu um hverfið sitt og fá kynningu á hverfisskipulaginu í sínu nærumhverfi. Fyrir þá sem ekki komast í göngurnar verður haldinn opinn streymisfundur mánudaginn 31.8. Í kjölfarið opnast formlegt umsagnaferli með auglýsingu og þar sem öllum íbúum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við skipulagið. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir Breiðhyltinga og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, kíkja í göngurnar, líta við í Mjódd í vikunni á kynningu og koma athugasemdum á framfæri. Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts, varaborgarfulltrúi Samfylkingar í skipulagi og samgöngusviði og íbúi í Breiðholti.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar