Íþróttafélög krefjast breytinga á gölluðu kerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 13:00 Aaron Rodgers (t.v.) er búinn að fá nóg af lögregluofbeldinu og kerfisbundna kynþáttaníðinu í Bandaríkjunum. Stacy Revere/Getty Images Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis í Bandararíkjunum hafa kallað eftir því að hlutirnir þar í landi breytist eftir að lögreglan skaut mann er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Þar á meðal eru NFL-liðið Green Bay Packers og Milwaukee Bucks sem er nú í miðri úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha vegna morðsins en það er úthverfi í Milwaukee. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, og eitt þekktasta nafnl NFL-deildarinanr hefur einfaldlega fengið nóg. Hann segir að lögin í Bandaríkjunum séu fordómafull gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. „Það er galli í heildarkerfinu og þangað til vandamálið verður lagað verður þetta alltof algeng sjón í landinu. Fyrir öll okkar sem erum ekki lögreglumenn þá veltum við fyrir okkur hvort það hafi þurft að nota banvænt afl [skotvopn]. Lögin í þessu landi eru úrelt og fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Ég held að fólk í valdastöðum þurfi að horfa vel og vandlega á sum þessara kerfa sem eru við lýði,“ sagði Rodgers. „Þó við skiljum að það verði gerð rannsókn á þessu skelfilega atviki, þá erum við mjög áhyggjufull yfir því sem er einfaldlega dæmi um hverju við stöndum frammi fyrir hér í landi: lögregluofbeldi, kerfisbundinn rasismi og óréttlæti gagnvart svörtu fólki,“ segir í yfirlýsingu frá Green Bay. Mike Budenholzer, þjálfari NBA-liðsins Milwaukee Bucks, ræddi skotárásina á blaðamannafundi fyrir fjórða leik Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. „Aftur er ungur svartur maður skotinn af lögreglunni. Við þurfum breytingar, við þurfum að vera betri.“ „Við stöndum með öllu svörtu fólki og viljum að kerfinu verði breytt vegna George Floyd, Breonna Taylor, Sylville Smth, Ernest Lacy, Dontre Hamilton, Tony Robinson, Joel Acevedo og allra hinna óteljandi fórnarlambanna,“ sagði í yfirlýsingu Bucks um málið. Í kjölfar morðsins á George Floyd hafa margir íþróttamenn sem og íþróttafélög í Bandaríkjunum látið í sér heyra og gert þær kröfur að ríkisstjórnin þar í landi breyti því sem virðist meingallað kerfi. Það hefur ekki enn gerst en hver veit nema hlutirnir fari allavega að mjakast í rétta átt undir lok árs. Körfubolti NBA NFL Dauði George Floyd Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis í Bandararíkjunum hafa kallað eftir því að hlutirnir þar í landi breytist eftir að lögreglan skaut mann er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Þar á meðal eru NFL-liðið Green Bay Packers og Milwaukee Bucks sem er nú í miðri úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha vegna morðsins en það er úthverfi í Milwaukee. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, og eitt þekktasta nafnl NFL-deildarinanr hefur einfaldlega fengið nóg. Hann segir að lögin í Bandaríkjunum séu fordómafull gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. „Það er galli í heildarkerfinu og þangað til vandamálið verður lagað verður þetta alltof algeng sjón í landinu. Fyrir öll okkar sem erum ekki lögreglumenn þá veltum við fyrir okkur hvort það hafi þurft að nota banvænt afl [skotvopn]. Lögin í þessu landi eru úrelt og fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Ég held að fólk í valdastöðum þurfi að horfa vel og vandlega á sum þessara kerfa sem eru við lýði,“ sagði Rodgers. „Þó við skiljum að það verði gerð rannsókn á þessu skelfilega atviki, þá erum við mjög áhyggjufull yfir því sem er einfaldlega dæmi um hverju við stöndum frammi fyrir hér í landi: lögregluofbeldi, kerfisbundinn rasismi og óréttlæti gagnvart svörtu fólki,“ segir í yfirlýsingu frá Green Bay. Mike Budenholzer, þjálfari NBA-liðsins Milwaukee Bucks, ræddi skotárásina á blaðamannafundi fyrir fjórða leik Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. „Aftur er ungur svartur maður skotinn af lögreglunni. Við þurfum breytingar, við þurfum að vera betri.“ „Við stöndum með öllu svörtu fólki og viljum að kerfinu verði breytt vegna George Floyd, Breonna Taylor, Sylville Smth, Ernest Lacy, Dontre Hamilton, Tony Robinson, Joel Acevedo og allra hinna óteljandi fórnarlambanna,“ sagði í yfirlýsingu Bucks um málið. Í kjölfar morðsins á George Floyd hafa margir íþróttamenn sem og íþróttafélög í Bandaríkjunum látið í sér heyra og gert þær kröfur að ríkisstjórnin þar í landi breyti því sem virðist meingallað kerfi. Það hefur ekki enn gerst en hver veit nema hlutirnir fari allavega að mjakast í rétta átt undir lok árs.
Körfubolti NBA NFL Dauði George Floyd Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira