Bein útsending: Rökstyðja óbreytta stýrivexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 09:47 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira