Mótherjar Víkings lausir við veiruna og náðu nokkrum æfingum Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Víkingar leika í Slóveníu á morgun gegn sterku liði Olimpija Ljubljana. VÍSIR/BÁRA Andstæðingar Víkings R. í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gátu ekki æft saman í tvær vikur vegna sóttkvíar. Víkingar flugu til Slóveníu í dag og mæta þar Olimpija á morgun. Leikmenn Olimpija voru allir settir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá þremur þeirra. Í ljósi þess að leikurinn mikilvægi við Víkinga var handan við hornið reyndu forráðamenn Olimpija að þrýsta á stjórnvöld og færa fyrir því rök að það væri í lagi að þeir kæmu saman til æfinga, en þess í stað hafa leikmenn æft heima, hver í sínu lagi, síðustu tvær vikur. Sóttkvíinni lauk um helgina og æfingar Olimpija hófust að nýju á sunnudag. Leikmannahópurinn var svo allur smitprófaður í gær og reyndist ekkert sýni jákvætt. „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur hjá okkur án alvöru æfinga. Við fáum örfáa daga til að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir Evrópuleikinn. Þrátt fyrir þessar aðstæður sem við erum í þá gerum við allt sem við getum til að nýta tímann og undirbúa okkur fyrir leikinn við Víkinga,“ sagði Dino Skender þjálfari Olimpija, sem kveðst búinn að rýna vel í leikstíl Víkings. Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020 Leikmenn Víkings ferðuðust í einkaflugi til Slóveníu í dag, eftir að hafa farið í smitpróf heima á Íslandi, en leikur bikarmeistaranna við Olimpija er kl. 16.30 á morgun að íslenskum tíma. Víkingar þurfa svo að fara í vinnusóttkví við komuna aftur til Íslands og munu ekki spila aftur fyrr en að loknu landsleikjahléi, eftir hálfan mánuð. Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Andstæðingar Víkings R. í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gátu ekki æft saman í tvær vikur vegna sóttkvíar. Víkingar flugu til Slóveníu í dag og mæta þar Olimpija á morgun. Leikmenn Olimpija voru allir settir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá þremur þeirra. Í ljósi þess að leikurinn mikilvægi við Víkinga var handan við hornið reyndu forráðamenn Olimpija að þrýsta á stjórnvöld og færa fyrir því rök að það væri í lagi að þeir kæmu saman til æfinga, en þess í stað hafa leikmenn æft heima, hver í sínu lagi, síðustu tvær vikur. Sóttkvíinni lauk um helgina og æfingar Olimpija hófust að nýju á sunnudag. Leikmannahópurinn var svo allur smitprófaður í gær og reyndist ekkert sýni jákvætt. „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur hjá okkur án alvöru æfinga. Við fáum örfáa daga til að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir Evrópuleikinn. Þrátt fyrir þessar aðstæður sem við erum í þá gerum við allt sem við getum til að nýta tímann og undirbúa okkur fyrir leikinn við Víkinga,“ sagði Dino Skender þjálfari Olimpija, sem kveðst búinn að rýna vel í leikstíl Víkings. Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020 Leikmenn Víkings ferðuðust í einkaflugi til Slóveníu í dag, eftir að hafa farið í smitpróf heima á Íslandi, en leikur bikarmeistaranna við Olimpija er kl. 16.30 á morgun að íslenskum tíma. Víkingar þurfa svo að fara í vinnusóttkví við komuna aftur til Íslands og munu ekki spila aftur fyrr en að loknu landsleikjahléi, eftir hálfan mánuð.
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann