Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 11:35 Hér má sjá myndir af þær systrum. Facebook/Justice for Sarah and Amina Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár. Said var handtekinn í Texas en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar árið 2008. Um svokölluð heiðursmorð var að ræða. Said er nú 63 ára gamall. Þær Amina og Sarah fundust skotnar til bana í leigubíl föður þeirra í Irving í Texas. Hann hafði farið með þær á rúntinn undir því yfirskini að þau ætluðu að fá sér eitthvað í borða. Í staðinn skaut hann þær báðar margsinnis. Önnur þeirra í farþegasætinu og hin aftur í. Yaser Abdel Said.AP/Lögreglan í Irving Önnur þeirra dó þó ekki samstundis og náði að hringja í Neyðarlínuna. Hún sagðist vera að deyja og bað um hjálp. Hún gat þó lítið annað sagt vegna sára sinna og lögregluþjónar fundu þær ekki. Um klukkustund eftir símtalið hringdi vegfarandi sem hafði gengið fram á þær í Neyðarlínuna. Amina var átján ára og Sarah sautján. Said sjálfur var horfinn með allt sitt sparifé og skammbyssuna sem hann notaði til að myrða dætur sínar. Hann er sagður hafa verið ósáttur við hegðun dætra sinna og þá sérstaklega það að Sarah hafði farið á stefnumót með stráki sem var ekki múslimi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Móðir þeirra hafði reynt að flýja með þær viku áður. Auk Said handtók lögreglan einnig bróður hans og son. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að aðstoða flóttamann. Said var settur meðal þeirra efstu á lista FBI yfir eftirlýsta menn í desember 2014. Í yfirlýsingu frá FBI segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi aldrei gefist upp í leitinni að honum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig FBI uppgötvaði hvar Said héldi til. Bandaríkin Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár. Said var handtekinn í Texas en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar árið 2008. Um svokölluð heiðursmorð var að ræða. Said er nú 63 ára gamall. Þær Amina og Sarah fundust skotnar til bana í leigubíl föður þeirra í Irving í Texas. Hann hafði farið með þær á rúntinn undir því yfirskini að þau ætluðu að fá sér eitthvað í borða. Í staðinn skaut hann þær báðar margsinnis. Önnur þeirra í farþegasætinu og hin aftur í. Yaser Abdel Said.AP/Lögreglan í Irving Önnur þeirra dó þó ekki samstundis og náði að hringja í Neyðarlínuna. Hún sagðist vera að deyja og bað um hjálp. Hún gat þó lítið annað sagt vegna sára sinna og lögregluþjónar fundu þær ekki. Um klukkustund eftir símtalið hringdi vegfarandi sem hafði gengið fram á þær í Neyðarlínuna. Amina var átján ára og Sarah sautján. Said sjálfur var horfinn með allt sitt sparifé og skammbyssuna sem hann notaði til að myrða dætur sínar. Hann er sagður hafa verið ósáttur við hegðun dætra sinna og þá sérstaklega það að Sarah hafði farið á stefnumót með stráki sem var ekki múslimi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Móðir þeirra hafði reynt að flýja með þær viku áður. Auk Said handtók lögreglan einnig bróður hans og son. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að aðstoða flóttamann. Said var settur meðal þeirra efstu á lista FBI yfir eftirlýsta menn í desember 2014. Í yfirlýsingu frá FBI segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi aldrei gefist upp í leitinni að honum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig FBI uppgötvaði hvar Said héldi til.
Bandaríkin Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“