Lára skilur eftir sig skemmdir og sex dauðsföll Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 14:35 AP/David J. Phillip Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30
Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39
Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“