Segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. ágúst 2020 12:19 Kári segir ekki rétt að enginn hafi greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira
Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira