Segir Hvíta húsið vera í afneitun Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 18:31 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AP/John Minchillo Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. Yfirvöld hafi ekki komið fram með ákveðna stefnu fyrir landið frá því að faraldurinn hófst og þjóðin líði fyrir það. „Hvíta húsið hefur ekkert lært af COVID,“ skrifar Cuomo í færslu sem hann birti í dag. Hann telur nauðsynlegt að einhver taki að sér leiðtogahlutverk þegar slík ógn steðjar að heilsu þjóðarinnar en það hafi ekki verið raunin. The White House has learned nothing from COVID. National threats require national leadership. It's been 6 months without a national strategy on testing or mask mandate.Only the federal government has the power to go to war with COVID.They are failing and the nation suffers.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 They are still in denial mode. Don't test and if we can't find the cases — they don’t exist.Great, then let's cure cancer by stopping screenings.Absurd!— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 Hann segir enga línu hafa legið fyrir varðandi grímunotkun eða skimanir á landsvísu undanfarna sex mánuði. Þvert á móti hafi ráðamenn verið í afneitun varðandi alvarleika faraldursins. „Ekki skima og ef við finnum ekki tilfellin – þá eru þau ekki til,“ skrifaði Cuomo og vísaði þar til orða Trump þar sem hann sagði umfangsmikla skimun greina of mörg tilfelli. Bandaríkin kæmu illa út þar sem smitum fjölgaði. Cuomo segir ríkisstjórnina eina hafa kraftinn og völdin til þess að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Henni sé að mistakast það. Tæplega sex milljónir hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 í Bandaríkjunum og hátt í 200 þúsund hafa látist. Staðan var einna verst í New York-ríki á tímabili, en alls hafa 438 þúsund greinst með veiruna þar og rúmlega 32 þúsund látist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06 Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. Yfirvöld hafi ekki komið fram með ákveðna stefnu fyrir landið frá því að faraldurinn hófst og þjóðin líði fyrir það. „Hvíta húsið hefur ekkert lært af COVID,“ skrifar Cuomo í færslu sem hann birti í dag. Hann telur nauðsynlegt að einhver taki að sér leiðtogahlutverk þegar slík ógn steðjar að heilsu þjóðarinnar en það hafi ekki verið raunin. The White House has learned nothing from COVID. National threats require national leadership. It's been 6 months without a national strategy on testing or mask mandate.Only the federal government has the power to go to war with COVID.They are failing and the nation suffers.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 They are still in denial mode. Don't test and if we can't find the cases — they don’t exist.Great, then let's cure cancer by stopping screenings.Absurd!— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 Hann segir enga línu hafa legið fyrir varðandi grímunotkun eða skimanir á landsvísu undanfarna sex mánuði. Þvert á móti hafi ráðamenn verið í afneitun varðandi alvarleika faraldursins. „Ekki skima og ef við finnum ekki tilfellin – þá eru þau ekki til,“ skrifaði Cuomo og vísaði þar til orða Trump þar sem hann sagði umfangsmikla skimun greina of mörg tilfelli. Bandaríkin kæmu illa út þar sem smitum fjölgaði. Cuomo segir ríkisstjórnina eina hafa kraftinn og völdin til þess að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Henni sé að mistakast það. Tæplega sex milljónir hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 í Bandaríkjunum og hátt í 200 þúsund hafa látist. Staðan var einna verst í New York-ríki á tímabili, en alls hafa 438 þúsund greinst með veiruna þar og rúmlega 32 þúsund látist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06 Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06
Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07