Segist hafa vanmetið kínversku deildina: Æfði ekki, svaf lítið og drakk bara gos Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 09:30 Marko Arnautovic leikur m.a. með Brasilíumönnunum Oscar og Hulk hjá Shanghai SIPG í Kína. getty/VCG Austurríski landsliðsmaðurinn Marko Arnautovic viðurkennir að hafa vanmetið styrk kínversku úrvalsdeildarinnar og hafi ekki hugsað um sig eins og atvinnumaður eftir að hann kom til Shanghai SIPG fyrir ári. Shanghai SIPG keypti Arnautovic frá West Ham fyrir 23 milljónir punda í júlí á síðasta ári. Sá austurríski segist hafa haldið að hann gæti gert hlutina með vinstri í Kína og lítið þurft að leggja á sig. Raunin var hins vegar önnur. „Ég vanmat deildina. Ég æfði ekki og hugsaði ekki um líkamann. Ég át og drakk sykrað gos, Sprite, Coca-Cola og Fanta, sem eru ekki góðir fyrir líkamann,“ sagði Arnautovic. „Það tók mig þrjár vikur að venjast tímamismuninum. Ég fór að sofa klukkan sex eða sjö á morgnana og vaknaði klukkan þrjú eða fjögur á daginn, mætti á æfingu, vakti alla nóttina og borðaði á vitlausum tímum.“ Eftir erfiða byrjun hjá Shanghai SIPG segist Arnautovic hafa tekið sig á og hugsað almennilega um sjálfan sig. „Núna hef ég bara einbeitt mér að því sem félagið ætlaðist til af mér, spila vel og berjast um titla. Ég breytti mínum siðum því ég þurfti að gera það. Annars geturðu ekki spilað hér,“ sagði Arnautovic. Austurríkismaðurinn hefur skorað fjórtán mörk í 23 leikjum fyrir Shanghai SIPG sem er með sex stiga forskot í sínum riðli í kínversku úrvalsdeildinni. Fótbolti Kína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Sjá meira
Austurríski landsliðsmaðurinn Marko Arnautovic viðurkennir að hafa vanmetið styrk kínversku úrvalsdeildarinnar og hafi ekki hugsað um sig eins og atvinnumaður eftir að hann kom til Shanghai SIPG fyrir ári. Shanghai SIPG keypti Arnautovic frá West Ham fyrir 23 milljónir punda í júlí á síðasta ári. Sá austurríski segist hafa haldið að hann gæti gert hlutina með vinstri í Kína og lítið þurft að leggja á sig. Raunin var hins vegar önnur. „Ég vanmat deildina. Ég æfði ekki og hugsaði ekki um líkamann. Ég át og drakk sykrað gos, Sprite, Coca-Cola og Fanta, sem eru ekki góðir fyrir líkamann,“ sagði Arnautovic. „Það tók mig þrjár vikur að venjast tímamismuninum. Ég fór að sofa klukkan sex eða sjö á morgnana og vaknaði klukkan þrjú eða fjögur á daginn, mætti á æfingu, vakti alla nóttina og borðaði á vitlausum tímum.“ Eftir erfiða byrjun hjá Shanghai SIPG segist Arnautovic hafa tekið sig á og hugsað almennilega um sjálfan sig. „Núna hef ég bara einbeitt mér að því sem félagið ætlaðist til af mér, spila vel og berjast um titla. Ég breytti mínum siðum því ég þurfti að gera það. Annars geturðu ekki spilað hér,“ sagði Arnautovic. Austurríkismaðurinn hefur skorað fjórtán mörk í 23 leikjum fyrir Shanghai SIPG sem er með sex stiga forskot í sínum riðli í kínversku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Kína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Sjá meira