Milljón Rússar hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 11:43 Heilbrigðisstarfsmenn flytja manneskju á sjúkrahús í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20
Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01
Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03