Danir breyta lögum um nauðgun: Kynlíf skuli byggt á samþykki Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2020 14:31 Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. Getty Meirihluti danskra þingmanna hefur náð samkomulagi um breytingar sem skuli gerðar á lögum um nauðgun. Framvegis skuli tryggt að allir viðkomandi aðilar séu þess samþykkir áður en kynlíf er stundað. „Við förum úr kerfi, þar sem þvingun og ofbeldi þurfti að vera fyrir hendi, til að það flokkaðist sem nauðgun,“ segir Nick Hækkerup dómsmálaráðherra landsins í samtali við danska fjölmiðla. Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. „Þetta þýðir að það er um að ræða nauðgun, þegar fólk ekki er sammála,“ segir dómsmálaráðherrann. Hækkerup segir að samþykki þurfi ekki endilega að liggja fyrir með berum orðum og sömuleiðis sé ekki þörf á skriflegu samkomulagi. Að neðan má sjá Facebook-færslu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hún fagnar áfanganum. Vi har sagt det meget klart: Sex skal altid være hundrede procent frivilligt. Er der tvivl, er der noget galt. Voldtægt...Posted by Mette Frederiksen on Tuesday, 1 September 2020 Aðspurður um hvernig samþykki skuli veitt segir Hækkerup að það sé hægt með því að spyrja. „En það er líka hægt að gera það óbeint,“ segir ráðherrann, og bendir þar á snertingu og hegðun. „Menn eiga ekki að taka fram pappír og penna,“ segir Hækkerup sem vonast til að lögin geti tekið gildi um áramótin. Danmörk Kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Meirihluti danskra þingmanna hefur náð samkomulagi um breytingar sem skuli gerðar á lögum um nauðgun. Framvegis skuli tryggt að allir viðkomandi aðilar séu þess samþykkir áður en kynlíf er stundað. „Við förum úr kerfi, þar sem þvingun og ofbeldi þurfti að vera fyrir hendi, til að það flokkaðist sem nauðgun,“ segir Nick Hækkerup dómsmálaráðherra landsins í samtali við danska fjölmiðla. Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. „Þetta þýðir að það er um að ræða nauðgun, þegar fólk ekki er sammála,“ segir dómsmálaráðherrann. Hækkerup segir að samþykki þurfi ekki endilega að liggja fyrir með berum orðum og sömuleiðis sé ekki þörf á skriflegu samkomulagi. Að neðan má sjá Facebook-færslu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hún fagnar áfanganum. Vi har sagt det meget klart: Sex skal altid være hundrede procent frivilligt. Er der tvivl, er der noget galt. Voldtægt...Posted by Mette Frederiksen on Tuesday, 1 September 2020 Aðspurður um hvernig samþykki skuli veitt segir Hækkerup að það sé hægt með því að spyrja. „En það er líka hægt að gera það óbeint,“ segir ráðherrann, og bendir þar á snertingu og hegðun. „Menn eiga ekki að taka fram pappír og penna,“ segir Hækkerup sem vonast til að lögin geti tekið gildi um áramótin.
Danmörk Kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira