Takmarkanir á opnun skemmtistaða og bara í Færeyjum sem verið hafa í gildi eru nú fallnar úr gildi og verða ekki framlengdar.
Helgi Abrahamsen, umhverfis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Færeyinga, segir að ekki standi til að setja slíkar hömlur á að nýju, að minnsta kosti á meðan kórónuveiran láti ekki á sér kræla í meira mæli en nú er í eyjunum.
Hann segir þó ljóst að slíkar hömlur snúi aftur, fari veiran í upptakt, en segist vona að svo verði ekki.
Börum og skemmtistöðum í eyjunum hefur verið gert að loka klukkan ellefu síðustu vikur og mánuði en nú er þeim heimilt að hafa opið til fjögur.
Samtök skemmtistaða og bareigenda hafa þó ákveðið sín í milli að til að byrja með verði aðeins opið til klukkan tvö.