Jakob og Helgi framlengja en DiNunno kemur ekki til KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 14:35 Mike DiNunno kemur ekki aftur til KR. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu tímabilið 2018-19. vísir/daníel Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon munu taka slaginn með Íslandsmeisturum KR í vetur. Mike DiNunno verður hins vegar ekki með KR í titilvörninni á næsta tímabili. Jafnaldrarnir Jakob og Helgi (fæddir 1982) hafa skrifað undir eins árs samning við KR líkt og hinn ungi Veigar Áki Hlynsson. Þá sömdu þeir Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Þorvaldur Orri Árnason til tveggja ára við KR. Þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleiksdeildar KR. Jakob sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil eftir áratug í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann skoraði 12,6 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deildinni á síðasta tímabili. „Það er mjög ánægjulegt að Jakob og Helgi ætli að taka eitt ár í viðbót. Það var líka ánægjulegt að skrifa undir samninga við ungu strákana okkar sem munu taka við keflinu af þeim sem eru að stíga sín síðustu spor,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Jakob Örn Sigurðarson ætlar að ljúka ferlinum með KR.vísir/bára DiNunno, sem samdi við KR í vor, verður ekki áfram í Vesturbænum en samningi hans var rift. Samkvæmt umboðsmanni DiNunnos, Manuel Capicchiono, hefur hann fundið sér nýtt félag í Evrópu. DiNunno, sem er Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, lék með KR seinni hluta tímabilsins 2018-19 og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hann átti að koma aftur til KR í mars síðastliðnum og klára síðasta tímabil með liðinu en ekkert varð af því vegna meiðsla og svo var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. DiNunno samdi við svo KR í vor en nú er ljóst að hann leikur ekki með liðinu í vetur. Aðspurður hvort KR væri búið að semja við bandarískan leikmann og/eða Bosman-leikmann vildi Böðvar lítið segja. „Nei, það er ekkert komið ennþá. Menn eru bara að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Það er enginn útlendingur kominn til landsins. Við erum bara að skoða markaðinn og sjá hvað er í boði“ sagði Böðvar. Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari KR en hann tók við af Inga Þór Steinþórssyni sem var sagt upp í vor. Dominos-deild karla KR Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon munu taka slaginn með Íslandsmeisturum KR í vetur. Mike DiNunno verður hins vegar ekki með KR í titilvörninni á næsta tímabili. Jafnaldrarnir Jakob og Helgi (fæddir 1982) hafa skrifað undir eins árs samning við KR líkt og hinn ungi Veigar Áki Hlynsson. Þá sömdu þeir Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Þorvaldur Orri Árnason til tveggja ára við KR. Þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleiksdeildar KR. Jakob sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil eftir áratug í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann skoraði 12,6 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deildinni á síðasta tímabili. „Það er mjög ánægjulegt að Jakob og Helgi ætli að taka eitt ár í viðbót. Það var líka ánægjulegt að skrifa undir samninga við ungu strákana okkar sem munu taka við keflinu af þeim sem eru að stíga sín síðustu spor,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Jakob Örn Sigurðarson ætlar að ljúka ferlinum með KR.vísir/bára DiNunno, sem samdi við KR í vor, verður ekki áfram í Vesturbænum en samningi hans var rift. Samkvæmt umboðsmanni DiNunnos, Manuel Capicchiono, hefur hann fundið sér nýtt félag í Evrópu. DiNunno, sem er Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, lék með KR seinni hluta tímabilsins 2018-19 og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hann átti að koma aftur til KR í mars síðastliðnum og klára síðasta tímabil með liðinu en ekkert varð af því vegna meiðsla og svo var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. DiNunno samdi við svo KR í vor en nú er ljóst að hann leikur ekki með liðinu í vetur. Aðspurður hvort KR væri búið að semja við bandarískan leikmann og/eða Bosman-leikmann vildi Böðvar lítið segja. „Nei, það er ekkert komið ennþá. Menn eru bara að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Það er enginn útlendingur kominn til landsins. Við erum bara að skoða markaðinn og sjá hvað er í boði“ sagði Böðvar. Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari KR en hann tók við af Inga Þór Steinþórssyni sem var sagt upp í vor.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum