Bæjarmálin – fýla eða frumleiki: Möguleikar Fljótsdalshéraðs Sigurður Ragnarsson skrifar 3. september 2020 12:00 Stjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo? Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni? Getur verið að fólk hugsi sem svo að starf pólitískra fulltrúa sé illa borgað, vanþakklátt, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu? Eldhúskrókurinn hefur verið vettvangur ýmissa lausna og þar vita allir betur. Þessir eldhúskrókssérfræðingar hafa komið skoðunum sínum á framfæri á oft óvæginn hátt og gjarnan viðhaft þau sjónarmið að með því að gefa kost á sér í pólitísku starfi sé fólk að gefa færi á sjálfum sér. Mér er það ljóst að á netinu verða alltaf til einstaklingar sem reyna að upphefja sjálfan sig með aurkasti, lélegum bröndurum og rógburði, en það hryggir mig að fólk sem maður hefði haldið að væri nokkuð skynsamt sé síðan að dreifa þessum óhróðri og „læka“ á það. Eigum við ekki að láta gott heita? Þetta er auðvitað málað sterkum litum, en mér finnst samt umhugsunarvert að umgjörð um ákvarðanatöku sveitarfélaga sé jafn veik og raun ber vitni. Fólk sé yfirleitt að sinna þessum málum eftir sína aðalvinnu, dauðþreytt, og stelandi tíma hér og þar til að mynda sér skoðun sem hefur svo áhrif á okkur öll. Þetta þættu ekki góðir stjórnunarhættir í fyrirtæki sem veltir 3000-4000 milljónum króna á ári, eins og sveitarfélagið gerir. Egilsstaðir er fagur bær og þjónusta mun meiri en gera mætti ráð fyrir í ekki stærra samfélagi, en að mínum dómi getum við gert hann enn skemmtilegri og ég held líka að við gætum gert vinnu við bæjarstjórnarmálin mun skemmtilegri. Ég ímynda mér, án þess að vita það þó, að fundir fari alltof mikið í afgreiðslumál, umsagnir og þvíumlíkt, en fabúleringar um sveitarfélagið okkar komist ekki að. Ég fagna því sérstaklega boðun fundar um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem sveitarfélagið, ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn standa að, bjartsýni mín jókst til mikilla muna. Ég vil að lokum gjarnan koma með nokkrar hugmyndir um hluti sem við gætum gert, án þess að það eigi að þurfa að kosta of mikið, en margt af þessu eru eflaust fleiri en ég að hugsa um. Ég er viss um að fyrirtæki og einstaklingar myndu vilja koma að mörgu af þessu án mikils endurgjalds: Útsýnisstað ofan á vatnstanknum. Ég gef ekkert fyrir EES reglugerðarbull um hryðjuverkahættu, er Perlan ekki byggð á vatnstönkum? Hugsið ykkur hvað yrði flott að horfa yfir bæinn þaðan. Gosbrunn með litaspjaldi við áningarstaðinn við Lagarfljótsbrúna. Ég er viss um að píparar bæjarins myndu gefa vinnu sína við að tengja dæluna og ISAVIA gefa spotta frá flugvallarljósunum. Þá yrði þetta svona móttökugosbrunnur fyrir flugfarþega þegar kveiknar á brautarljósunum. Hengibrú yfir Eyvindarárgilið. Brú sem yrði til dæmis með plexigleri í gólfi svo fólki finnist það í lausu lofti, svona Indiana Jones fílingur. Auðvitað yrðu hún gerð örugg, en samt með nógu mörgum hauskúpuskiltum og viðvörunum svo allir yrðu að prófa, „must see“. Brúin myndi líka útvíkka útivistarsvæðið fyrir göngu-og hlaupa-meiníakka. Ljósormur og þokulúður í Fljótinu. Þeyttur yrði þokulúður og dreginn ljósaormur um Fljótið, sem boðaði komu ormsins. Mismunandi staðir, en alltaf sami tími t.d. vikulega í ágúst, svo allir væru að pissa á sig af spenningi hvar hann kæmi upp næst. Kláfferja við Straum. Kláfferjan við Straum yrði löguð og samið við nokkra karla um að draga fólk yfir einu sinni í viku um sumartímann. YL-STRÖNDIN. Ylströndin við Urriðavatn, eða annarsstaðar, er svo góð hugmynd að það er beinlínis skylda okkar að koma því máli áfram, að ekki sé talað um beinan peningalegan ábata fyrir rekstraraðila, landeiganda og aðra sem að því kæmu. Kannski mætti setja ylströndina við Lagarfljótsbrúna, er fólk ekki að ferðast heimshluta á milli til að geta baðað sig í leir? Eflaust hafið þið mun fleiri hugmyndir og endilega komið þeim út úr eldhúsinu, á uppbyggilegan hátt, gerum lífið skemmtilegra. Ég held að fullt sé af fólki sem væri til með að vinna við svona hluti í sjálfboðavinnu og örugglega myndu einhver fyrirtæki styrkja svona uppátæki gegn smá auglýsingu. Bæjarfélagið þarf hins vegar að afla heimilda, semja við landeigendur og þvíumlíkt og gefa svo út hvað megi gera og senda einn mann út af skrifstofunni til að vinna að þessu. Hefjumst handa, EKKI FLEIRI SKÝRSLUR ! Höfundur er frambjóðandi í 7. sæti í sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Djúpivogur Borgarfjörður eystri Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Stjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo? Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni? Getur verið að fólk hugsi sem svo að starf pólitískra fulltrúa sé illa borgað, vanþakklátt, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu? Eldhúskrókurinn hefur verið vettvangur ýmissa lausna og þar vita allir betur. Þessir eldhúskrókssérfræðingar hafa komið skoðunum sínum á framfæri á oft óvæginn hátt og gjarnan viðhaft þau sjónarmið að með því að gefa kost á sér í pólitísku starfi sé fólk að gefa færi á sjálfum sér. Mér er það ljóst að á netinu verða alltaf til einstaklingar sem reyna að upphefja sjálfan sig með aurkasti, lélegum bröndurum og rógburði, en það hryggir mig að fólk sem maður hefði haldið að væri nokkuð skynsamt sé síðan að dreifa þessum óhróðri og „læka“ á það. Eigum við ekki að láta gott heita? Þetta er auðvitað málað sterkum litum, en mér finnst samt umhugsunarvert að umgjörð um ákvarðanatöku sveitarfélaga sé jafn veik og raun ber vitni. Fólk sé yfirleitt að sinna þessum málum eftir sína aðalvinnu, dauðþreytt, og stelandi tíma hér og þar til að mynda sér skoðun sem hefur svo áhrif á okkur öll. Þetta þættu ekki góðir stjórnunarhættir í fyrirtæki sem veltir 3000-4000 milljónum króna á ári, eins og sveitarfélagið gerir. Egilsstaðir er fagur bær og þjónusta mun meiri en gera mætti ráð fyrir í ekki stærra samfélagi, en að mínum dómi getum við gert hann enn skemmtilegri og ég held líka að við gætum gert vinnu við bæjarstjórnarmálin mun skemmtilegri. Ég ímynda mér, án þess að vita það þó, að fundir fari alltof mikið í afgreiðslumál, umsagnir og þvíumlíkt, en fabúleringar um sveitarfélagið okkar komist ekki að. Ég fagna því sérstaklega boðun fundar um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem sveitarfélagið, ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn standa að, bjartsýni mín jókst til mikilla muna. Ég vil að lokum gjarnan koma með nokkrar hugmyndir um hluti sem við gætum gert, án þess að það eigi að þurfa að kosta of mikið, en margt af þessu eru eflaust fleiri en ég að hugsa um. Ég er viss um að fyrirtæki og einstaklingar myndu vilja koma að mörgu af þessu án mikils endurgjalds: Útsýnisstað ofan á vatnstanknum. Ég gef ekkert fyrir EES reglugerðarbull um hryðjuverkahættu, er Perlan ekki byggð á vatnstönkum? Hugsið ykkur hvað yrði flott að horfa yfir bæinn þaðan. Gosbrunn með litaspjaldi við áningarstaðinn við Lagarfljótsbrúna. Ég er viss um að píparar bæjarins myndu gefa vinnu sína við að tengja dæluna og ISAVIA gefa spotta frá flugvallarljósunum. Þá yrði þetta svona móttökugosbrunnur fyrir flugfarþega þegar kveiknar á brautarljósunum. Hengibrú yfir Eyvindarárgilið. Brú sem yrði til dæmis með plexigleri í gólfi svo fólki finnist það í lausu lofti, svona Indiana Jones fílingur. Auðvitað yrðu hún gerð örugg, en samt með nógu mörgum hauskúpuskiltum og viðvörunum svo allir yrðu að prófa, „must see“. Brúin myndi líka útvíkka útivistarsvæðið fyrir göngu-og hlaupa-meiníakka. Ljósormur og þokulúður í Fljótinu. Þeyttur yrði þokulúður og dreginn ljósaormur um Fljótið, sem boðaði komu ormsins. Mismunandi staðir, en alltaf sami tími t.d. vikulega í ágúst, svo allir væru að pissa á sig af spenningi hvar hann kæmi upp næst. Kláfferja við Straum. Kláfferjan við Straum yrði löguð og samið við nokkra karla um að draga fólk yfir einu sinni í viku um sumartímann. YL-STRÖNDIN. Ylströndin við Urriðavatn, eða annarsstaðar, er svo góð hugmynd að það er beinlínis skylda okkar að koma því máli áfram, að ekki sé talað um beinan peningalegan ábata fyrir rekstraraðila, landeiganda og aðra sem að því kæmu. Kannski mætti setja ylströndina við Lagarfljótsbrúna, er fólk ekki að ferðast heimshluta á milli til að geta baðað sig í leir? Eflaust hafið þið mun fleiri hugmyndir og endilega komið þeim út úr eldhúsinu, á uppbyggilegan hátt, gerum lífið skemmtilegra. Ég held að fullt sé af fólki sem væri til með að vinna við svona hluti í sjálfboðavinnu og örugglega myndu einhver fyrirtæki styrkja svona uppátæki gegn smá auglýsingu. Bæjarfélagið þarf hins vegar að afla heimilda, semja við landeigendur og þvíumlíkt og gefa svo út hvað megi gera og senda einn mann út af skrifstofunni til að vinna að þessu. Hefjumst handa, EKKI FLEIRI SKÝRSLUR ! Höfundur er frambjóðandi í 7. sæti í sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun